Hnyttinn titil hér
Thursday, March 30, 2006
Frá Raufarhöfn til Ungverjalands
Sé nafn Ungverjalands ritað á þýðskan móð er það
Ungarn. Sem er, eins og glöggir lesendur sjá í hendi sér, stafarugl á nanfinu mínu.
Tuesday, March 28, 2006
Frá Boston til Raufarhafnar
,,Í sudda og kalsaveðri fór hrollur um Egil [Jónasson frá Húsavík] og hann orti undir laginu
Blessuð sértu sveitin mín:
Farðu í rassgat, Raufarhöfn,
rotni fúli drullupollur.
Andskotinn á engin nöfn
yfir mörg þín forarsöfn,
þú ert versta víti jöfn,
viðmót þitt er kuldahrollur.
Farðu í rassgat, Raufarhöfn,
rotni fúli drullupollur."
Egill Jónasson:
Egilsbók. Reykjavík 2001, bls. 100.
Um ,,óhefðbundin" skáld:
,,Það er hægt að þekkja frá
þá sem ekki ríma - sérðu.
Rytjuskegg er oftast á
andlitinu neðanverðu."
Sama heimild, bls. 78.
Frá Raufarhöfn til Boston
You Are Boston
|

Both modern and old school, you never forget your roots.
Well educated and a little snobby, you demand the best.
And quite frankly, you think you are the best.
Famous people from the Boston area: Conan O'Brien, Ben Affleck, New Kids on the Block
|
Monday, March 27, 2006
Pólitískt blogg?
Hvernig er það, var ekki fyrir allnokkru síðan skipaður starfshópur (eða eitthvað álíka) til að finna lausn á vanda Raufarhafnar?
Hefur hann verið leystur?
Hver var hann?
Veðurfregn
Veðrið í Tübingen í dag: 20,4° á selsíus og um 7 metrar á sekúndu (sem er mesti vindhraði sem ég hef séð mældann í þessu plátzi guðanna).
Veðrið í Reykjavík í dag: 0° og 10 metrar á sekúndu.
Sunday, March 26, 2006
Í tilefni vor-lóukomu.
Heílóar-vísa
Snemma lóan litla í
lopti bláu "dirrindí"
undir sólu síngur:
"lofið gjæzku gjafarans
"grænar eru sveítir lanz,
"fagur himinhríngur.
"Jeg á bú í berja-mó
"börnin smá, í kirð og ró,
"heim' í hreíðri bíða;
"mata jeg þau af móðurtriggð,
"maðkinn tíni þrátt um biggð,
"eða flugu fríða."
Lóan heím úr lopti flaug
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast únga smá -
alla jetið hafði þá
hrafn firir hálfri stundu!
[Prentað án höfundarnafns (þó orkt af Jónasi Hallgrímssyni) í 2. árgangi
Fjölnis árið 1836, í útlenzka og almenna flokknum bls. 28.]
Saturday, March 25, 2006
Einhver verður að segja þennan brandara.
Forði sér nú hver sem betur getur!Lóan er komin að kvefa burt landann...
Thursday, March 23, 2006
Mislestur
Stundum getur mislestur sagt manni meira en réttur lestur. Áðan las ég
einskis.is þar sem stóð
enski.is á heimasíðu Morgunblaðsins og vísaði í einhverja sparklúðasíðu þar sem Íslendingar fylgjast spenntir með hrepparíg Englendinga.
Thursday, March 16, 2006
Óþol 16.03. 2006 - 3 Ísland nr. 1
Vesæla þjóð!
,,Málþingið fer að mestu fram á dönsku en starfsfólk Alþjóðahúss sér um túlkun."*
Að við, sem flest getum talað íslensku tiltölulega skammlaust, ráðum ekki við að kenna
d ö n s k u, d ö n s k u! Af öllum málum heimsins
dönsku, almennilega og almennt í grunnskólum þessa lands.
*Tölvupóstur sem ég fékk varðandi eitthvað málþing.
Tuesday, March 14, 2006
Til hamingju með daginn!
Í dag er 14. mars, eða á amríska vísu ritað 3.14. Glöggir lesendur þekkja þessa tölu einnig sem Pí.
Það er Pí-dagurinn!
Friday, March 10, 2006
Óþol 10.03. 2006 - 1 Fólk nr. 2.
Ég þoli það ekki þegar maður tuðar almennt yfir einhverju almennu í fari mannkyns og fólk heldur að þar með sé maður að undanskilja sjálfan sig; þ.e. að setja sig á háan hest.
Ég vil geta tuðað yfir öllu, þar með töldum sjálfum mér.*
___
* Ég fíla þágufalli.
Monday, March 06, 2006
Óþol
Nýr bréfalykill. Gildir frá og með deginum í dag, 6.3. 2006.
Óþol
1 - Fólk
2 - Skólinn
3 - Ísland
4 - Útlönd
5 - Bækur
6 - Fréttatengt efni
7-19 - Opin númer
20 - Annað
Því skoðast síðasta færsla sem:
Óþol 5.3. 2006 - 1 (Fólk) nr. 1.
Næsta færsla sem tengist fólki verður því númer:
Óþol DD.MM. ÁÁÁÁ - 1 (Fólk) nr. 2.
Vonandi verður þetta lesendum til hægðarauka og þæginda.
Sunday, March 05, 2006
Óþol 1 - Fólk
Ég þoli ekki fólk sem er jafn latt að blogga og ég.
Archives
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
June 2007
July 2007
December 2007
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
