Hnyttinn titil hér

Tuesday, May 23, 2006

 

Rok

Vindmótstaðan á leið minni heim úr vinnu í dag varð til þess að ég, á leið niður brekku, þurfti að stíga fótstigin til þess að færast ekki aftur á bak upp brekkuna.


Saturday, May 20, 2006

 

Hugskot

Þrýst á og skoð.
 

Grand prix

Mikið verður mikið um rokk og ról í næstu júgrasjón. Nema frá Íslandi, þaðan kemur Vælon-flokkurinn.

Wednesday, May 17, 2006

 

Auglýsing

Út er kominn Árnesingur VII, rit Sögufélags Árnesinga. Hann kostar kr. 2.500,- fyrir félagsmenn, 2.800,- fyrir aðra. Árnesingur er seldur á Héraðskjalasafninu á Selfossi, en einnig er hægt að hafa samband við stjórnarliða.

Ekki skemmir fyrir að í ritinu er grein sem heitir „Kvikfjártalið 1703 í Árnessýslu“.

Wednesday, May 10, 2006

 

Kúnstugt

Á heimasíðu skjalaskólans í Marburg (Archivschule Marburg) er að finna tenglasafn yfir skjalasöfn víðsvegar um heiminn. T.d. er þar að finna skjalasöfn í Úkraínu, Vatikaninu, Liechtenstein, Ísrael, Danmörku og Færeyjum. En ekki Íslandi!
 

Talað túngum

Í kvöld glápti ég ögn á imbakassann. Í honum var (að vanda) ekkert svo ég fer að rápa milli stöðva. Að lokum enda ég á stöðinni Ö1. Þar er prédikari sem fer mikinn. Hann veltir fyrir sér hví talað sé túngum, aldrei hafi Jesús talað túngum. En var það í raun svo? Hvað með orðin „Eli, Eli, lama asabthani?“?2 Hví var hann að mæla á þessari undarlegu túngu fyrst hann „spoke perfectly good english?“

____
1 Þ.e. ómega.
2 (Drottinn, drottinn, hví hefur þú yfirgefið mig?) Markúsarguðspjall, 15:34. „Das Neue Testament unseres Herrn und Heilandes Jesu Christi“ Die Bibel oder die ganze Heilige Schrift des Alten und Neuen Testaments nach der deutschen Übersetzung Martin Luthers. Stuttgart 1962. Bls. 3-260. (Bls. 56)

Wednesday, May 03, 2006

 

Próf

Í hvert sinn sem prófatíð fer í hönd tuða ég ákaft yfir tilgangsleysi og vanköntum tengdum áðurnefndum prófum.1 Þá eru tveir (2) möguleikar.
Hinn fyrri er sá að hefðbundið prófafyrirkomulag er sannarlega gallað og þarfnast lagfæringar ekki seinna en strax (ég býð mig fram í nefndina).
Seinni möguleikinn er síður fýsilegur. Hann er sá að prófin eru fín en tregðan liggi hjá mér.
Ég er á þeirri skoðun á að seinni skýringin sé röng, því ég á oftast (sjö(7)-níu(9)-þrettán(13)) gott með að fá einkunnir sem ég er sæmilega sáttur með.

Því segi ég: Niður með prófin! Upp með eitthvað annað sem ég er ekki búinn að ákveða hvað á að vera!
____________
1 Nema í Þýskalandi, þar voru prófin æði.2
2 Enda tók ég engin próf í Þýskalandi.3
3 Nema í þýskukúrsunum, en það telst ekki með.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?