Hnyttinn titil hér

Tuesday, July 10, 2007

 

Líkömnun orðatiltækja

Fyrir brátt viku síðan henti mig óhapp. Þá hnaut ég um við lendingu eftir stökk yfir Reykjadalsá. Var ég af þeim sökum borinn til byggða niður Reykjadal af vöskum piltum og stúlkum úr Hjálparsveit Skáta í Hveragerði og Björgunarfélagi Árborgar. Kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir viðvikið.

Nú sit ég upp í loft með teygðan og togaðan fót og styðst (styst?) við hækjur.

Þá er inntak þessa pistils þetta: í mér líkamnast í einum manni orðatiltækið: haltur leiðir blindan.

Tuesday, July 03, 2007

 

Mislukkaðar þýðingar erlendra hugtaka

„Þarflegt hefði verið að benda á að „metatexti“ er ekki tilvísun til hinnar vinsælu árbókar Guinness, skýringin „sjálfssaga“ dugir tæpast til (V, 566). ... Þegar lesandinn rekst á orðið „markareynsla“ (V, 499) veltir hann því kannske fyrir sér hvort verið sé að tala um hið forna íslenska bændaþjóðfélag eða þá fótbolta, en með smávegis heilabrotum kemst hann að því að þarna er sennilega átt við það sem nefnt er „jaðarreynsla“ á öðrum stað (V, 705). ... Orðið „runklifun“ (IV, 62) er greinilega samsett, en þá kemur vandinn: hvernig skiptast liðirnir? Það er svo sem markareynsla út af fyrir sig, því eftir því hlýtur skilningur orðsins að fara, og framburðurinn að vísu líka ef út í það er farið.“

Einar Már Jónsson: „Í hreinsunareldinum“ Skírnir 181:1 (2007). Bls. 241-248, á bls. 247-248.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?