Hnyttinn titil hér

Saturday, March 24, 2007

 

Enn af merkjum stjórnmálahreyfinga

Ég rak augað í merki nýs framboðs, Íslandshreyfingarinnar, nú fyrir skemmstu. Rak mig þá minni til annars merkis, öllu eldra, og tengist myndskipulagsforritinu Picasa - hvert Google á.

Hér eru merkin tvö birt til samanburðar, ég felli engan dóm:


Sunday, March 11, 2007

 

Vísa

Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
vinna sér inn bita
og láta ekki hann pabba vita.

Þessi gamla vísa minnir á andúð yfirvaldsins á lausamennsku hverskonar. Í henni kristallast sú tryggð sem vinnufólki bar að sýna bændum þeim sem það vann hjá og nútímamaðurinn sér þá ást sem er á hinu frjálsa framtaki nú á tímum.

Wednesday, March 07, 2007

 

Næsta skref í jafnréttismálum

Nú þarf að setja kynjakvóta á skjólstæðinga fæðingadeilda!
 

Stjórn

Nú ætti, vegna þessa margþvælda auðlindaákvæðismáls, stjórnarandstaðan, með fulltyngi Framsóknarflokks, að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina.

Labels:


Saturday, March 03, 2007

 

Af merkjunum skulið þér þekkja þá

Nýtt merki Framsóknarflokks var kynnt á dögunum. Meining mín er sú að þar loks sýnir flokkurinn sitt rétta eðli.
Svo lítur hið nýja merki út:









Þar, fyrir utan nafn flokksins, er mynd. Hún er saman sett af tveimur formum. Annað, vinstra megin og dökk grænt, er að öllum líkindum andlit. Hið síðara, hægra megin og ljós grænt, er óljósara. Formið er hægra megin, og myndar tvo hnalla, ekki ósvipað þjóhnöppum. Því er mín kenning sú að merkið, verandi hægra megin og ekki ósvipað óæðri enda, tákni Sjálfstæðisflokkinn. Andlitið vinstra megin er því Framsóknarflokkurinn sem kemur og kyssir rass Íhaldsins. Afleiðing þeirra ástaratlota er sá flokkur sem myndar núverandi Ríkisstjórn, Framstæði Sjálfssóknarflokkurinn.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?