Hnyttinn titil hér

Tuesday, February 14, 2006

 

Að lenda beint í sæti

Þegar fjallað er um gesti í (oftar en ekki amerískum) kvikmyndahúsum, lenda myndir nær alltaf beint í sætum. Og ekki bara fyrsta sætinu, heldur líka öðru, þriðja og fjórða. Þetta þykir mér skrýtið.

Friday, February 10, 2006

 

Heim

Nú sit ég hér í galtómu herberginu mínu, eftir að hafa tekið til í allan dag. Húsmeistarinn kemur eftir hálftíma til að gera úttekt og taka lykilinn af mér. Þá er ekkert eftir nema eitt Abschiedsparty heima hjá Sebastiaani í kvöld, og á fætur kl. 3:30-4:00 í nótt. Leigubíllinn kemur svo kl. 4:30.

Það er búið að snjóa villt og galið í gær og í dag, vonandi raskar þetta hvorki umferð né flugi í fyrramálið.

Víst er mig farið að hlakka til, smá.

Wednesday, February 08, 2006

 

Tími

Þrír dagar enn. Það er aðeins byrjað að móta fyrir fiðringi.

Svo kleif ég 1750 m. hátt fjall í Bayern á laugardaginn og renndi mér niður á sleða!

Í dag fékk ég einkunn fyrir seminarið sem ég sat, 1,0 fyrir referatið og 1,7 fyrir hásarbætið sem þýðir ingesamt 1,3 fyrir semínarið. Ég er nokkuð sáttur bara.

Thursday, February 02, 2006

 

Stytting/skerðing

Þetta finnst mér fyndið: ,,[...]og þar verði breytingar, þó sé óákveðið hverju verði breytt, [...]"

Tilhvers í djeskotanum er handboltadómarinn að þessu!? Er svona lítið að gera í ráðuneytinu að hann hugsaði með sér: ,,Hmm. Lítið að gera á næstunni (fyrir utan að myrða RÚV), best að skemma framhaldsskólann bara líka (það þýðir fullt af fundum, og það þýðir bara eitt: KLEINUR!!!"
 

Búið ykkur undir ósköpin


Find your inner Smurf!


Átta dagar gott fólk!

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?