Hnyttinn titil hér

Sunday, January 29, 2006

 

Undarleg lífsreynsla

Rétt í þessu var ég að stíga úr strætisvagni. Inni í þessum vagni var slæðingur af fólki, sem er svosum ekki í frásögur færandi (þýskar almenningssamgöngur eru (oftast) afar notendavænar), nema fyrir þær sakir að einn farþegi var með húfu sem mér fannst ekkert athugavert við í fyrstu, þangað til að ég áttaði mig á því hvar ég er.

Á húfuni stóð: 66° N.

Wednesday, January 25, 2006

 

Ljós og skuggar

Maður er farinn að merkja aukna birtu hér í Tübingen. Í desember var orðið dimmt um kl. 17:15, en nú er birta fram yfir sex. Hvernig er birtustigið heima?
 

Þýsk tunga

Í dag fór ég í bókabúiðan Osiander, www.osiander.de, til að athuga hvort pöntun sem ég lagði inn væri komin. Svo reyndist ekki vera, hún kemur á morgun, en það sem afgreiðslukonan (ca. 35-40 ára) sagði kom mér á óvart. Hún sagði ,,nein, es komt erst morgen, sorry". Það kom á mig fát, en ég náði þó að stauta ,,kein problem, vielen dank - tschüß" útúr mér og gekk út.

Monday, January 16, 2006

 

Draugalegt sjampó?

Í sturtunni í morgun sá ég að sjampóið mitt er framleitt af Schwartzkopf.

Thursday, January 12, 2006

 

Hryggð?

Allt í einu fyllist ég depurð, á sama tíma og ég er að bóka flugið heim. Það er hinn 11. febrúar n.k., eftir u.þ.b. mánuð.
Öllum er frjálst að álykta að samhengi sé hér á milli.

Mig langar jafn mikið til að koma aftur heim og mig langar til að vera áfram í Þýskalandi.

Það er ótalmargt sem ég á eftir að sakna héðan.
 

Lúxusvandamál

Það er ekki laust við að að manni læðist ögn sósjalískar hugsanir þegar maður erasmussast. Mér a.m.k. finnst það alltaf ögn óþægilegt þegar fólk frá austur-Evrópu (Póllandi, Rúmeníu, Búlgarí, Tékkó- og Slóvakíu svo dæmi séu nefnd) tala um hvað allir séu ríkir á Íslandi. Þetta fólk þarf að nýta hvert sent af námsstyrknum sínum sem best það má meðan ég veit ekki einu sinni af mínum inn á reikningum.

En hinsvegar er alveg hætt að fara um mig þegar ég tala þýsku við Pólverja og fólk frá öðrum löndum illa leiknum af nasistum.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?