Hnyttinn titil hér

Monday, September 26, 2005

 

Werbung

Ég sá auglýsingu í sjónvarpinu í gær. Hún var um einhvern bíl. Fyrst sást bíllinn keyra í einhverri eyðimörk, og vísindamenn störðu á skjái og sögðu: incredible. Texti fyrir neðan sagði: Unglaublich. Svo keyrði bíllinn á einhverjum jökli og aðrir vísindamenn sögðu: ótrúlegt. Textinn fyrir neðan: unglaublich. Svo kom þýskur vísindamaður og sagði, að þetta væri satt þótt bíllinn væri ekki þýskur. Hann var með einvherja ómengandi vél og japanskur. Ég hrökk samt soldið í kút.
 

Þýsk reykmenning

Þjóðverjar reykja voðalega mikið. Til að svala þeirri fíkn eru sígarettusjálfsalar nánast á hverju götuhorni. Til að mynda er einn við innganginn á blokkinni sem ég bý í. Þetta finnst mér afar merkilegt. Svo er líka bílastæðahús ekki langt frá þar sem ég bý, þar sem lögreglan er með stæði fyrir sig. Löng röð af löggubenzum, og það er eini staðurinn í bílastæðahúsinu sem er með vírnet fyrir. Svo er löggan hérna líka vopnuð. Samt sem áður held ég að hún sé vel liðin, upp til hópa.

Thursday, September 22, 2005

 

Klukk, þú ert'ann!

Hmm. Það er víst búið að skora á mig að taka þátt í einhverju ,,æði".

Staðreyndir um mig:
1. Ég myndi aldrei taka þátt í svona æði.
2. Ég hef logið a.m.k. einu sinni. (Sjá nr. 1)
3. Mér finnst allar alhæfingar rangar. (Sjá nr. 1)
4. Á morgun hef ég búið í Þýskalandi í 2 vikur.
5. Mér finnst Þjóðverjar vera nett hallærislegir, en samt kúl á sinn sérstaka hátt.

Ætli ég klukki ekki Jón Örn flagellant, ég held honum langi til þess.

Wednesday, September 21, 2005

 

Ich bin isländisch!

Í dag stóð ég í biðróð í kaffiteríunni í skólanum, þegar ég sá í röðinni fyrir framan mig manneskju með bakpoka sem á stóð: KB banki (þessir hvítu sem rifna strax). Þegar ég loksins fattaði að þetta átti ekki heima hér spyr ég manneskjuna: Entschuldigung, bist du isländisch? Og því er svarað játandi. Þetta voru sumsé tvær íslenskar stelpur sem eru hér til að læra þýsku. Gaman að því. Samt skrýtið að tala allt í einu íslensku.

Svo er ég orðinn virkilega leiður á spurningunni hvort það sé sérstakt tungumál á Íslandi eða hvort við tölum bara ensku eða dönsku.

Monday, September 19, 2005

 

Þéraðu fíflið þitt, þéraðu!

Í dag stóð ég í biðröð í verslun, og yrti á mér eldri mann (ca. 55-60). (Það var óljóst hver átti hluti á færibandinu á undan mér, og mér lék forvitni á að vita hvort ég hefði óvart troðist fram fyrir hann.) Þetta væri sosum ekki í frásögur færandi, nema hvað ég sagði: Hast du das? Du!
Sveiattann. Ergo: íslendingar eru dónar.

Annars keypti ég bjórkippu á 1,6 evru um daginn.

Tschüß!

Sunday, September 11, 2005

 

loksins

kemst maður á internet, þetta er eins og á Íslandi '97 held ég barasta. Annars allt gott, nema hvað ég kann ennþá ekki þýsku, og þegar ég ha-a talar fólk bara enn hraðar. En þýskukúrsinn byrjar á morgun og þá verður allt gott.

Bis später!

Monday, September 05, 2005

 

Enn

þrír dagar, en nú er greinin búin.
 

Deutschland! Ich komme, ich komme schnell!

Þrír dagar til útlanda. Spennó. Verst að ég kann ekki þýsku.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?