Hnyttinn titil hér

Wednesday, September 21, 2005

 

Ich bin isländisch!

Í dag stóð ég í biðróð í kaffiteríunni í skólanum, þegar ég sá í röðinni fyrir framan mig manneskju með bakpoka sem á stóð: KB banki (þessir hvítu sem rifna strax). Þegar ég loksins fattaði að þetta átti ekki heima hér spyr ég manneskjuna: Entschuldigung, bist du isländisch? Og því er svarað játandi. Þetta voru sumsé tvær íslenskar stelpur sem eru hér til að læra þýsku. Gaman að því. Samt skrýtið að tala allt í einu íslensku.

Svo er ég orðinn virkilega leiður á spurningunni hvort það sé sérstakt tungumál á Íslandi eða hvort við tölum bara ensku eða dönsku.
Comments:
Ég ætla rétt að vona að þú dragir þessa fáfróðu þjóðverja dáldið á asnaeyrunum og segir þeim að á Íslandi sé töluð danska.

-Ingi

E.S
Nýtur þú þess ekki að októberfest er hafin? Eða er það algjörlega staðbundið fyrirbær (ef frá er talið októberfest við Sæmundargötu á Íslandi)
 
Um að gera að stríða svona fólki.

Ég lenti einusinni á spjalli við einhvern útlending á irkinu sem fór að spyrja mig útí Ísland, hvort það væri rétt að við byggjum í snjóhúsum og færum ferða okkar á hundasleðum. Ég játti því og fór útí útlistanir á því að hér á landi væri rík hefði fyrir snjóhúsum, það væru ótal byggingarstílar o.s.frv. Þegar ég hafði logið hann passlega fullan spurði hann alltíeinu hvernig ég gæti verið á netinu, eða hvort við legðum rafmagn í snjóhúsin. Ég útskýrði fyrir honum að ég væri á fartölvu, og að við flyttum inn batterí frá Danmörku.

Ég veit ekki hvort hann trúði því eða ekki, en hann kallaði mig allavega ekki lygara eftir að hann hrósaði okkur fyrir mikið hugvit.

En nóg um mig. Hvernig var það annars, smelltirðu ekki í þessar íslensku?
 
Ég sá að Björn klukkaði þig. Hvað ætlarðu að gera í því?

Merkilega ómerkilegt að það merkilegasta sem þú finnur í Þýskalandi sé íslensk stelpa með KB bakpoka, ómerkilegt það. Áttu annars ekki hlutabréf í KB banka, er það ekki ágætis pikkuplína?
 
Og já Jón Örn átti þetta komment

- Lommmi
 
Kannski heima, ekki hér. Hér er það Kreissparkasse Tübingen eða Deutsche Bank.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?