Hnyttinn titil hér

Wednesday, April 27, 2005

 

Sigur er í augsýn!

Eins og þeir sem mig þekkja vita, er það yfirlýst markmið mitt að koma höttum í tíðsku [sic]. Takmarkið er að nálgast hraðar en mig grunaði, því þetta las ég í dag!

Sunday, April 24, 2005

 

Neal's story 2.0

Mazztah G: Brotha, that hill is the shit, dude!
DJ Darkbeard: What hill?

Friday, April 22, 2005

 

Nú fer

að styttast í einæru-bland-gosdrykkina.
 

KOMZ A RAN BREZHONEG

Ezhomm amzer brav vo warc'hoazh.
 

Bloggminni II

Þetta gera allir bloggarar á einhverjum tímapunkti, birta quiz úrslit.

beveyere
My liege!


What Monty Python Character are you?
brought to you by Quizilla

Tuesday, April 19, 2005

 

Guðleg forsjón!

Four years later, he [Benedictus XVI, nýkjörinn páfi] qualified as a university teacher. He then taught dogma and fundamental theology at the higher school of philosophy and theology of Freising, then in ... Tubinga from 1966 to 1969.
Sjá hér.

Það sem er svo kúl við þetta, er sú staðreynd að ég verð að flestum líkindum hér við nám næsta vetur!

Monday, April 18, 2005

 

Blýantur

Ég sat við skrifborðið mitt og sá blýant. Ég tók hann upp og skrifaði nokkur orð á blað sem ég hafði fundið skömmu áður. Svo lagði ég blýantinn frá mér.

Friday, April 15, 2005

 

Braghent, samrímað.

Hollt er talið ungum hal heiminn skoða, ella
verða eins og gömul kella
ætíð yfir engu rella.

Thursday, April 14, 2005

 

Bloggminni I

Það hendir nándar nærri hvern bloggara að skrifa færslu á borð við þessa:

Æj, ég nenni ekki að blogga.

Og sjá, mig líka.

p.s. ég vissi að þetta myndi henta einhvurn daginn, ég henti þessari færslu fyrir slysni fyrst á lesna, þar sem hún á auðvitað ekki heima.

Tuesday, April 12, 2005

 

Málvillur

Það er eitt og annað sem fer í taugarnar á mér. Þar á meðal er það að beita að þegar af á við og öfugt. Af svipuðum en allt öðrum meiði er þegar fólk segir t.d. þú ert (e-ð)ismi!, og áttar sig ekki á muninum á kenningunni og þeim sem aðhyllast keninguna.
Ég vill að fólk tali rétt!

-dixi

Monday, April 11, 2005

 

Kvikmynda„menning“ Íslendinga

Búinn að sjá tvær myndir á kvikmyndahátíðinni, Maríu hina náðarfullu og niðurfallið. Á hinni síðarnefndu lét ég fernt fara í taugarnar á mér, og hvorugt tengdist myndinni beint. Fyrsti þáttur taugatitrings hljómar svo: Nærri mér sat fólk, sem ég ímynda mér að séu hjón, en karlálkan var alltaf að segja konu sinni sögulegt trivia tengt því sem á skjánum var. Svei þeim besserwisserum sem kunna ekki að halda kjafti á meðan ræman rúllar.
Svo hríngdi sími. Gaurinn svaraði. hrmpf. Kveddninn er það, er fólki alveg sama þó að í kringum það sé fullur salur af fólki búið að borga offjár fyrir að njóta bíómyndar eina kvöldstund, sem svo er skemmilagt af kjaftavaðli?
Svo kom hlé. oj.
Að lokinni mynd gerðist svo það sem líklega var mest pirrandi af þessum pirringsvöldum. Á þessum fáu sekúndum sem alltaf eru á milli þess að mynd líkur og fólk stendur upp ríkir alla jafna ákveðin þögn í salnum. Þennan tíma nýtti einhver snillingurinn til að gala hátt og snjallt yfir salinn: Heil Hitler! svo framhjá engum fór. Sumt fólk.

Saturday, April 09, 2005

 

Skáldamál

Hefur enginn tekið eftir því að eini almennilegi rithöfundurinn sem fram hefir komið á Íslandi síðastliðna öld, er einmitt sá sem hvað frægastur er fyrir það að sveigja og beygja viðurkennd viðmið í setningu stafa?
Lítið á öll þau skáld sem lifðu og döfnuðu á þeim tímum er fólk sig áttaði á að það er ekki stafsetningin, heldur málfræðin sem skilreinir tungumálið. Þetta fólk gat svo orkt og samið á þann hátt sem enginn Íslendingur hefur gert síðan stafsetning var bundin í lög.

Friday, April 08, 2005

 

Fræðanna böl

Slæmt er það þegar sú skemmtan sem í öflun heimilda er fólgin hindrar sjálfar skriftirnar!

(og blogglestur og -skriftir, auðvitað.)

Einhverstaðar sá ég að gæði skríbenta fælust að 3% í hæfileikum og að 97% í þeirri gáfu að halda sig frá alnetinu...

-dixi

Thursday, April 07, 2005

 

Um misnotkun orðanna - vanyrði

Eitt þeirra íslenskra orða er ég þekki og brúka er niðurfall. Það er mín skoðun að allur almenningur vannýti þetta ágæta orð, þ.e. takmarki sig við merkingu 3 skv íslenskri orðabók (útg. 2002, Marðarskinnu): „pípa á húshlið sem vatn fellur eftir af þaki • svelgur sem skolp, vatn fer um niður í skolpleiðslu, ræsi". Ef e-r segir: „Sigurður er kominn að niðurfalli!“ mun fólk í fyrstu halda að hann hafi verið með skúringafötu fulla af skólpi að leita dauðaleit að niðurfalli til að losa sig við fyrrnefnt skólp. Ekki að hann hafi nýlokið maraþonhlaupi og sé öreindur af þreytu.
Eflum dánföll (e.) og úntergánga (þ.) íslenskrar tungu!

Tuesday, April 05, 2005

 

Músík

Hver sem þetta les á að gera sitt til þess að koma höndum yfir eintak af b-hliða og fágætasafni meistara Cave!

-dixi

Monday, April 04, 2005

 

Enn um hugmyndir

Sturtur eru einnig ágætur jarðvegur úr hverjum hugmyndir jafnan spretta. En sá galli fylgir gjöf Njarðar að þær góðu hugmyndir sem þar fæðast renna oft með vatninu niður í niðurfallið. Því auglýsi ég eftir vatnsheldri glósubók og -penna!
Þessa hugmynd fékk ég í sturtu.

Sunday, April 03, 2005

 

Hugmyndir

Eins og alþjóð veit eru kaffihús borgarinnar sem frjósöm mold er uppúr vaxa hugmyndir á hugmyndir ofan, sumar jafnvel nokkuð góðar. Fyrr í kvöld fæddist ein slík yfir ölkollu (Beamish extra stout fyrir áhugasama) á ónefndri knæpu. Hún er í grófum dráttum sú að upp verði aftur tekið sjónvarpsleysi á fimmtudögum, sem yrði þá hvatning fyrir kvikmyndahús, gallerí, tónleikasali og hvaðeina til að beina sínu viðburðaframboði á þá daga og jafnvel stilla verði í hóf. Fólk sem alla jafna lætur eitt og annað framhjá sér fara ætti því aungva afsökun og félags- og listalíf landans yrði allt annað og betra.
Annar kostur við þetta fyrirkomulag yrði lækkaður rekstarkostnaður Rúv. Sparnaðinn væri hægt að nýta til framleiðslu á innlendu efni. Ekki væri verra ef það yrði af gamansömum toga svo áhorf spaugstofunnar myndi lækka eitthvað niðurfyrir 70 hundraðshlutana, sem afleiðing af (hugsanlega) fyndnum gamanþáttum.
 

Upplýsingar

Það er máske ráð að benda á, hér á þessum miðli, að ég rita einnig (við 3ja mann) á síðunni lesnum. Þar er þverfaglegur umræðugrundvöllur allra skoðanna og alls þess sem viðkomandi eru öllu sem áhugavert, fræðilegt og upplífgandi er.
 

Eureka!

Ég get, eftir að hafa fengið aðstoð góðra manna, loksins talið mig hafa fengið nokkra nasasjón af því um hvað þráttnefndur póstmódernismi snýst. Hann er fræðanna millirifjagigt!

Saturday, April 02, 2005

 

Danir...

Mikið eru danir[sic] hallærislegir, ef mark er tekið á skrípaleiknum sem nú er í gangi á Rúv. Hans heitins Kristjáns kista má þola mikinn snúning!

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?