Hnyttinn titil hér

Saturday, October 29, 2005

 

Útlenskt haust.

Nú eru nærri liðnir tveir (2) mánuðir síðan ég kom til Þýskalands. Þá voru haustlaufin byrjuð að falla af trjánum, þrátt fyrir nærri þrjátíu (30) gráðu hita. Svo kom kuldakafli (sem varði til allrar glukku ekki lengi) og nú er u.þ.b. tuttugu (20) gráðu hiti. En! Laufin falla enn (hægt og rólega), og sum tré eru lauflaus en önnur eru ennþá græn. Því segi ég: Það er langt haust í útlandinu.

Thursday, October 27, 2005

 

Þýskur metnaður

Á skrifstofuhurð í sagnfræðibyggingunni hér við háskólann, Hegelbau, er forsíða die Bild (kvk afþví þetta er blaðið, ekki einhver mynd) frá því í vor. Á henni er stærðar mynd af Josef Ratzinger undir fyrirsögninni: ,,Wir sind Pabst!" Við hliðina á þessari síðu er búið að hengja miða sem stóð á: ,,Und bald auch Weltmeister" Ég segi stóð því það er búið að krota halb á undan Weltmeister. Hef ekki hugmynd um afhverju.

Wednesday, October 26, 2005

 

Hnippt i mann, eda: ovaentir atburdir.

Jeg gekk inn a bokasafnid adan (thessvegna isl.stafaleysi) og vid fatahengid er skapur med gömlum bokum sem madur getur keypt a 1 €. Jeg kikti adeins a urvalid, vanalega er bara eitthvad gamalt drasl tharna samt, og hnyt um thrjar baekur: Tonmentir A-K, Tonmentir L-Ö og Sonur minn Sinfjötli eftir Gudmund Danielsson. Merkilegt thad. Jeg keypti thaer samt ekki.

(Jeg var ad fatta ad madur getur skrifad broddstafi a thessi lyklabord: íóáú, en thad er miklu utlandalegra ad skrifa an theirra.)

Friday, October 21, 2005

 

Toppurinn!

Á morgun klíf ég fjall í Ölpunum og fer á kirkjutónleika einhversstaðar í suður Bayern. Meira síðar. (Derrick er frá Bayern.)

Friday, October 07, 2005

 

Internet

Okkur á hæðinni minni á stúdentagarðinum langar til að fá internet inná herbergi til okkar. Því erum við þessa dagana að skoða tilboð. Verðhugmyndir eru ca. 30 evrur á mánuði. Ég sá samt í einum tilboðsbæklingnum 20 mbit á sekúndu fyrir 189,9 evrur, ca. 14.000 krónur á mánuði. Hvað kostar það hjá Ogvoðasímanum?

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?