Hnyttinn titil hér

Saturday, June 24, 2006

 

Undarlegt eignarfall

Í auglýsingu á Skjá einum heyrðist þetta: „[...] Guðrúnar og Felixar [...]“

Og ég sem hélt að Felix væri eins í öllum föllum, sbr. þessa síðu.

Friday, June 23, 2006

 

Markaðsvæðing og söguvitund

Það hljóta að vera tengls á milli framgangs helv. auglýsingamennskunnar og minnkandi söguvitundar/þekkingar/skilnings fólks almennt.
Sem dæmi má nefna nýútkomið . Það er rit sem mér sýnist að sé arftaki símaskrárinnar, blessuð sé minning hennar. Hinir ágætu -menn áttuðu sig þó ekki á því, þegar þeir héldu upp á 100 ára afmæli símaskrárinnar nú fyrir skemmstu (sem ég veit ekki hvort tengist fæðingu -skráarinnar), að sú ágæta bók hefur komið út frá árinu 1905 - ekki 1906. Þetta hef ég eftir Fréttablaðinu (ég nenni ekki að vitna fagmannlega í þeta).

Dæmi um samtal tveggja einstaklinga, A og B, í fyrirsjáanlegri framtíð (að því gefnu að haldi sér frá höfuðferðum):
A: Hvað er númerið hjá Nomen Nescio?
B: Bíddu, ég ætla að fletta upp í .
A: Já hvað?
B: Nú, í -inu.
A: Ha?
B: -skránni, með öllum símanúmerunum!
A: Já, meinarðu í símaskránni?
B: Já, í símaskránni.
A: Afhverju sagðiru það þá ekki strax?
B: Nú, afþví hún heitir ekki lengur símaskráin, heldur , með svona flottu lógói og allt.

____________
Es.: Þetta er fyrsta bloggið hér sem bloggað er í gegnum IE. Tölvudeild Kópavogs er svo yndæl að forbjóða notkun hins mjög svo ágæta eldrefs.

Tuesday, June 13, 2006

 

Blíða

Veðrið hefur verið svo fínt í dag, að ég fékk ekki við mig ráðið og keypti Mannfækkun af hallærum, eftir Hannes Finnson Skálholtsbyskup.

Monday, June 12, 2006

 

Bleikt Flóð

Þrátt fyrir hetjulega baráttu þar gegn, varð ekki hjá því komist að berja Hróðgeir Vatnsdal augum. Ekki segi ég að það hafi verið leiðinlegt. Eins var mikið um pólitísk skilaboð, gegn stíði og Runnanum.

Friday, June 09, 2006

 

Einkennilegar einkunnir

Einkanlega gaman er að segja frá því að ein könnun leiddi í ljós að einkunnir eru, einkennilega seint þó, komnar í hús.

Ég kvarta sosum ekki, þannig lagað, yfir aflanum.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?