Hnyttinn titil hér

Thursday, April 27, 2006

 

Tilraun

Hingað til hefir einvörðungu/oftast verið skrifað á þessa síðu hafi ég eitthvað að segja. Nú ætla ég að prófa tilefnislausa bloggun.

...

Hvernig fannst ykkur?

Tuesday, April 25, 2006

 

Villa

Í Morgunblaðinu 29. ágúst 1990 er meinleg villa. Í Víkverja á síðu 46 stendur: ,,Án þess að rýrð sé kastað á Guðmundur Hreiðarsson ..." Vert væri að Morgunblaðið bæðist afsökunar á þessari ljótu villu.

Friday, April 21, 2006

 

Stórafmæli í lange baner!

Þennan dag, 21. apríl, fyrir 30 árum lagði danska herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavíkurhöfn með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók innanborðs.

Vesgú, Flatöbogen.
 

Til hamingju!

Til hamingju með afmælið, Elísabet II. Englandsdrottning!

Sunday, April 16, 2006

 

Villur og vitleysa

Glöggir lesendur muna ef til vill eftir þessu greinarkorni hér þar sem ég fór ófögrum orðum um villur sagnfræðingsins Jóns Tossa. Ég gerði þau mistök að líta aftur í bók hans í eltingaleik við söguna um daginn, og rak þá augað í þetta:

„To understand the full significance of these records [hér er átt við frumskjöl] the historian must if possible study them in their original groupings (a principle on the whole respected in the Public Record Office [Þjóðskjalasafn Bretlands]) rather than in the rearrangement of some tidy-minded archivist.“1

Þessi orð eru afar vitlaus.
1) Það er ekki bara PRO sem beitir upprunareglunni „að jafnaði“ eins og Tosh segir (auðvitað á hún að vera ófrávíkjanleg regla í hvaða skjalasafni sem er). Hún var fyrst sett á blað í Hollandi um miðja 19. öldina en hafði verið brúkuð víða að einhverju leiti í um hálfa öld áður.
2) „Endurröðun snyrtilegs skjalavarðar“ á ekki að þekkjast. Hver sá sem kallar sig skjalavörð (e. archivist, þ. archivar) á að þekkja upprunaregluna (e. provincial princip, þ. Provincialprinsipp, f. Respect du fonds) og starfa samkvæmt henni. Vissulega leynast einstaka bókasafnsverðir á skjalasöfnum og hafa þeir unnið ófá óafturkræf skemmdarverkin. En þeir eru e k k i skjalaverðir (þó sumir haldi að þeir séu það).
3) Einnig er athyglisvert að hr. Tosh nefnir upprunaregluna ekki sínu rétta nafni. Fyrir því gætu verið tvær ástæður: a) hann gerir ráð fyrir því að lesendur sínir séu (jafn miklir) hálfvitar (og hann) eða b) hann þekkir hana ekki sjálfur undir sínu rétta nafni.

1 John Tosh: The Pursuit of History. Aims, methods and new directions in the study of modern history. 3. útg. endurskoðuð. London, 2002. Bls. 96

Tuesday, April 11, 2006

 

Aðferðafræði?

„Best er að hafa neðanmálsgreinar eins fáar og stuttar og hægt er. [...] Tilvísanir í heimildaskrá eru oft settar neðanmáls ...“1

Hér er gert út af við alla hættu á að menn taki rit grandvaralausra stúdenta alvarliga.

1Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal: Handbók um ritun og frágang. 7. útg. Reykjavík 2002, bls. 77. Áherslur mínar.

Friday, April 07, 2006

 

Staðreynd?

Ég hef, að því að ég best veit, hvorki komið til Raufarhafnar né Ungverjalands.

Thursday, April 06, 2006

 

GB

Til hamingju MA.

En! Ég býst við að þessi keppni stuðli að stóraukinni aðsókn að þessari síðu, þar eð spurt var um merkingu þess að vera skjálgur í hraðaspurningunum.
 

Lífsspeki mín

Nú, það er ekki seinna vænna.

Ekki skulu praktískir hlutir lærðir. Sé það gert, lærirðu ekkert. Þeir praktísku hlutir eru sérhæfðir og gagnast einungis við fáar aðstæður. Lærðir skulu frekar hinir ópraktísku hlutir. Þeir hafa víða skírskotun og gagnast þar sem síst skyldi.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?