Hnyttinn titil hér

Thursday, August 04, 2005

 

De Incogitantia - eða: farið skakkt á skeiðinu

,,...[T]he modern census ... was invented in the Scandinavian countries in the mid-eighteenth century."(1)
Þetta er vitanlega al-rangt. Fyrsta manntalið yfir heila þjóð sem varðveitt er er frá 1703, og er íslenskt, ekki skandinavískt. Fyrir utan nú öll þau sem eru til í brotum frá t.d. Þýskalandi frá 17. öld og svo var eitt franskt tekið í einhverri amerískri nýlendu á 17. öld, en það er víst glatað, að hluta eða í heild. Svo er náttúrlulega jólaguðspjallið, þó það sé kannski ekki móðins.


(1) Manntöl að nútíðarhætti voru uppfundin í skandinavíu um miðja átjándu öld. Tosh, John: The Pursuit of History Þriðja úgáfa, endurskoðuð. London 2002, bls. 249
Comments:
Það er dáldið írónískt að þessi tilvitnun sé fengin úr þriðju útgáfu og aukin heldur endurskoðaðri. Eða hvað finnst ykkur?

Ingi
 
Það fullnægir pedantinum í mér þeim mun meira að sjá þetta í þessu ljósi.
 
Svo er reyndar rétt að bæta því við að Ísland var auðvitað danskt á þessum tíma og hugmyndin að framkvæmd manntalsins hefur líklega komið frá einhverri danskri skrifstofublók. Nema Árni sjálfur hafi ákveðið þetta og fengið Frikka Kóng til að kvitta undir.
 
Eru virkileg ekki vitað hvernig stóð á því að manntalið var tekið?

kv,
Ingi
 
Örugglega, jú. Ég hef bara ekki farið nákvæmlega ofaní saumana á því. Þó hef ég lesið konungsbréfið sem skipaði svo fyrir að þeir Árni og Páll lögðu í sín embættisverk. Það merkilega er að þar er ekkert minnst á kvikfénaðarregistur.
 
Já það er merkilegt. Þeir hafa kannski bara tekið það upp hjá sjálfum sér?
Annars var ég að reka augun í eitt varðandi þessa tilvitnun. Það er að bókin vonda heitir The Pursuit of History. Slíkur titill slær auðvitað varnagla við mistökum á borð við þau sem þú bendir á. Jón Tossi (John Tosh) veitir Sögunni eftirför og því ekki nema von að hann nái ekki alveg í skottið á henni. Kannski er það ástæða endurskoðunnarinnar og útgáfanna þriggja. Tja nema þetta sé svona vinsæl bók.

kv,
Ingi
 
Kannski ætlaðar ,,vinsældir" séu bara yfirvarp vegna æðibunugangs höfundar?
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?