Hnyttinn titil hér

Sunday, April 16, 2006

 

Villur og vitleysa

Glöggir lesendur muna ef til vill eftir þessu greinarkorni hér þar sem ég fór ófögrum orðum um villur sagnfræðingsins Jóns Tossa. Ég gerði þau mistök að líta aftur í bók hans í eltingaleik við söguna um daginn, og rak þá augað í þetta:

„To understand the full significance of these records [hér er átt við frumskjöl] the historian must if possible study them in their original groupings (a principle on the whole respected in the Public Record Office [Þjóðskjalasafn Bretlands]) rather than in the rearrangement of some tidy-minded archivist.“1

Þessi orð eru afar vitlaus.
1) Það er ekki bara PRO sem beitir upprunareglunni „að jafnaði“ eins og Tosh segir (auðvitað á hún að vera ófrávíkjanleg regla í hvaða skjalasafni sem er). Hún var fyrst sett á blað í Hollandi um miðja 19. öldina en hafði verið brúkuð víða að einhverju leiti í um hálfa öld áður.
2) „Endurröðun snyrtilegs skjalavarðar“ á ekki að þekkjast. Hver sá sem kallar sig skjalavörð (e. archivist, þ. archivar) á að þekkja upprunaregluna (e. provincial princip, þ. Provincialprinsipp, f. Respect du fonds) og starfa samkvæmt henni. Vissulega leynast einstaka bókasafnsverðir á skjalasöfnum og hafa þeir unnið ófá óafturkræf skemmdarverkin. En þeir eru e k k i skjalaverðir (þó sumir haldi að þeir séu það).
3) Einnig er athyglisvert að hr. Tosh nefnir upprunaregluna ekki sínu rétta nafni. Fyrir því gætu verið tvær ástæður: a) hann gerir ráð fyrir því að lesendur sínir séu (jafn miklir) hálfvitar (og hann) eða b) hann þekkir hana ekki sjálfur undir sínu rétta nafni.

1 John Tosh: The Pursuit of History. Aims, methods and new directions in the study of modern history. 3. útg. endurskoðuð. London, 2002. Bls. 96
Comments:
Fyrir áhugasama er rétt að benda á að fjórða útgáfa þessarar ágætu bókar er komin út og er til sölu hjá amazon.co.uk. Á forsíðu stendur að hún sé skrifuð með manni að nafni Sean Lang og hún er þremur síðum lengri en þriðja útgáfan!
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?