Hnyttinn titil hér

Monday, April 11, 2005

 

Kvikmynda„menning“ Íslendinga

Búinn að sjá tvær myndir á kvikmyndahátíðinni, Maríu hina náðarfullu og niðurfallið. Á hinni síðarnefndu lét ég fernt fara í taugarnar á mér, og hvorugt tengdist myndinni beint. Fyrsti þáttur taugatitrings hljómar svo: Nærri mér sat fólk, sem ég ímynda mér að séu hjón, en karlálkan var alltaf að segja konu sinni sögulegt trivia tengt því sem á skjánum var. Svei þeim besserwisserum sem kunna ekki að halda kjafti á meðan ræman rúllar.
Svo hríngdi sími. Gaurinn svaraði. hrmpf. Kveddninn er það, er fólki alveg sama þó að í kringum það sé fullur salur af fólki búið að borga offjár fyrir að njóta bíómyndar eina kvöldstund, sem svo er skemmilagt af kjaftavaðli?
Svo kom hlé. oj.
Að lokinni mynd gerðist svo það sem líklega var mest pirrandi af þessum pirringsvöldum. Á þessum fáu sekúndum sem alltaf eru á milli þess að mynd líkur og fólk stendur upp ríkir alla jafna ákveðin þögn í salnum. Þennan tíma nýtti einhver snillingurinn til að gala hátt og snjallt yfir salinn: Heil Hitler! svo framhjá engum fór. Sumt fólk.

Comments:
Mér fannst þetta undursamlegt. Þessi örlitli hvíslkliðskór. Símhringingin og spjallið. Rápið. Raupið fyrir aftan. Mæðuleg andvörp yfir lengd myndarinnar. ÞETTA ER STEMNING!

Sumir láta svona lagað fara í taugarnar á sér - mér finnst best að horfa bara á myndina.
 
Myndin er ílláhorfanleg við þessar aðstæður, sem þú vel átt að vita!
Sérstaklega þegar fyrir miðann offjár hefur verið greitt, og eigi er næði til siðsamlegs gláps!
 
ég tek alltaf með mér tösku sem er með ÓGEÐSLEGA STÓRUM frönskum rennilás og er alltaf að ná í eitthvað...
 
Svo lengi sem þú úðar nægu WD40 á lásinn ætti það að vera í lagi...
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?