Hnyttinn titil hér

Thursday, April 07, 2005

 

Um misnotkun orðanna - vanyrði

Eitt þeirra íslenskra orða er ég þekki og brúka er niðurfall. Það er mín skoðun að allur almenningur vannýti þetta ágæta orð, þ.e. takmarki sig við merkingu 3 skv íslenskri orðabók (útg. 2002, Marðarskinnu): „pípa á húshlið sem vatn fellur eftir af þaki • svelgur sem skolp, vatn fer um niður í skolpleiðslu, ræsi". Ef e-r segir: „Sigurður er kominn að niðurfalli!“ mun fólk í fyrstu halda að hann hafi verið með skúringafötu fulla af skólpi að leita dauðaleit að niðurfalli til að losa sig við fyrrnefnt skólp. Ekki að hann hafi nýlokið maraþonhlaupi og sé öreindur af þreytu.
Eflum dánföll (e.) og úntergánga (þ.) íslenskrar tungu!
Comments:
Ég tek heilshugar undir með pennaáhaldanda.

Það þarf að virkja fólk til rökréttra nýmyndana; málnotkun þarf ekki að vera bundin í hefðir.
 
Ef stafsetningu yrði kastað út í hafsauga en málfræðinni gefið það svigrúm sem hún þarf til að vaxa og dafna í málvitund einstaklingsins, íslenskunnar akur myndi stækka margfaldlega og uppskeran yrði líkari því sem tíðkaðist í fyrri tíma.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?