Hnyttinn titil hér

Friday, May 27, 2005

 

Bylgjukynslóðin

Íslendingar fæddir á árunum ca. 1968 til 1974 búa við andlegt örkuml. Þetta fólk átti sín táningsár þegar útvarpsstöðin byljgan var raunverulega talin ,,kúl". Og ber þess ekki bætur síðan.
Sjáið bara hvaða listamenn þessi kynslóð er að flytja inn nú í sumar, duranx2 og mækel bolton! Ég ríf hár mitt og krefst lögbanns á bylgjukynslóðina.
Comments:
Ég skal gjarnan styðja þessa lögbannskröfu. Og ég tek líka undir það að stór hluti fólks fætt á þessum árum er andlega örkumlað af völdum Bylgjunnar og annarra álíka afla.
Kynslóðasleggjudómar eru hinsvegar varhugaverðir. Því fólk af þessari kynslóð flutti inn þinn ástkæra Nick Cave svo ég nefni dæmi. Einnig er Sonic Youth á leið til landsins fyrir tilstuðlan manns sem er fæddur á þessu árabili. Svo mætti áfram telja.
Það er samt áhugavert að velta því fyrir sér að á gullaldartímabili Bylgjunnar var fólk sem hlustaði á alvöru tónlist, þ.á.m. Cave og Sonic, örugglega talið andlega örkumlað af bylgjuhlustandi lýðnum. Nú er þetta fólk, sem í besta falli var álitið skrítið að hlusta á slíka tónlistarmenn, hinsvegar talið "svalt." Að minnsta kosti af yngra fólki. Sjálfsagt sýna jafnaldrar þeirra, sem kaupa sér miða á Bolton og Duran, þessu góða fólki jafn litla virðingu og fyrr.
Ingi
 
Það hlýtur að vera hægt að útbúa einfalt próf, til að finna út hvorum hópnum fólk tilheyrir. Svo má deila út lögbönnum.
Svo má hins vegar ræða um menn á borð við Einar Bárðason. Hann er mjög duglegur við að flytja inn tónlist, en af afar misjöfnum gæðum?
 
Próf já. Hmmm það ætti nú bara að vera nóg að spyrja fólk hvernig tónlist það hlustar á.
Einar Bárðar æ ég veit ekki, hefur hann flutt eitthvað af viti inn? Fyrir utan þá norsku sem kemur í ágúst?
Ég var nú meira að vitna til Gríms Atlasonar.
Ingi
 
Já mikið rétt Sævar. En ég held samt að hársnyrtirinn hafi hitt naglann á höfuðið í þessum þætti. Hann talaði nefnilega um að hljómsveitin hafi náð jafn langt og raun ber vitni vegna þess hve vel að sér þeir voru í hárstíl og tísku. Sem sagt ekki á verðleikum tónlistarinnar. Þótt hársnyrtirinn hafi reyndar örugglega ekki komið auga á þessa augljósu íróníu.
Reyndar verð ég að taka fram að Duran eiga sína spretti hvað tónlist varðar (já já þeir verða nú að njóta sannmælis) hér vísa ég einkum í lagið "Girls on Films" þótt það lag sé reyndar töluvert betra í fluttningi Maus.
Ingi
 
Of mikið er flutt in, of lítið er flutt út.
Byrjum á alvitrum tónlistarspekingum.

Eimskip er með gám merktum ykkur, Sævar, Ingi og Gunnar.

Jón Örn
 
Ég mæti! Hvenær fer skipið?
Ég væri nú reyndar frekar til í þægilegri ferðamáta. En fyrst að flóttamenn af öllum stærðum og gerðum höndla þetta þá hlýt ég að gera það líka.
Ingi
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?