Hnyttinn titil hér

Monday, May 23, 2005

 

Skilningsleysi og Myndin

Ég skil ekki hví svo margt fólk sem ég þekki er haldið alveg gríðarlegum fordómum í garð sagnfræði. Kannski liggur hluti af skýringunni í því að sérhæft ,,língó", eins og svo margar fræðigreinar eru svo heppnar að hafa, sem takmarkar leikmennina frá fræðimönnunum, vantar.
Sjá nánar hér.

Líklega er þetta ástæða póstmódernismans, þ.e. frústrering fræðimanna í garð fordómafullra leikmanna. Því fela þeir sig bak við óskiljanleg hugtök og vona að enginn fatti.

Svo sá ég Myndina í kvöld. Hún er æði.


Comments:
Ég hef fulla samúð með póstmódernisma. Ef kollvarpa á hugmyndum fólks um eitthvert tiltekið (eða ótiltekið) fyrirbæri er alveg nauðsynlegt að skipta um hugtak. Hvert orð hefur sín spor í tungumálinu, ótalmargar raddir sem tala sig inn í margvíslegar og mismunandi orðræður um fjöldamörg atriði, einstök og samofin (þó ekki hvort í senn), og því verður afsalútt að nota önnur orð.

Skýrt, fremur klént, en nærtækt sagnfræðilegt dæmi er orðið FÜHRER. Þetta orð forðast menn vegna tiltekinna spora sem því fylgja. Eins mundu menn vilja forðast fyrirframgefnar skilgreininar á orðum eins og höfundur, tré, fótanuddtæki, ef þeir vilja nota þau á einhvern nýjan, frumlegan hátt, eða kollvarpa kenningum eða hugmyndum um þau. Hér hafa femínistar gengið helst til langt og hafa viljað hafna óþarflega mörgum hugtökum vegna þess að þau séu sprottin úr hugmyndum karlaveldisins -

Ég hlýt því að vera ósammála því að verið sé að gera þar til gert lingó til þess að halda fólki utan við umræðuna sem skilur ekki hugtökin. Óhjákvæmilega hefur þetta þó þær afleiðingar[1].


[1] Þetta orð nota ég hér í eiginlegri merkingu en vildi helst geta notað annað orð, þar eð þetta burðast með einhvern neikvæðan tón, eins og afleiðing sé endilega slæmt fyrirbæri.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?