Hnyttinn titil hér
Monday, November 21, 2005
Snjókorn falla, á (næstum) allt og (næstum) alla.
Í morgun snjóaði bara heilan helling, skal ég segja ykkur. En bara við Nordring, þar sem ég bý (þ.e. í norðurhluta Tübingen). Ekki í skólahverfinu og miðbænum. Núna er rigning, þannig að ekki varði þessi sæla lengi.
Friday, November 18, 2005
Atburðir
Í morgun stóð ég og beið eftir strætó. Svo hrökk ég við, hvað hafði ég séð? Nei, það var líklega ekkert. Ha! Þarna var það aftur! Nei, eitthvað er ég að rugla. Hananú! Nú er ég viss, já! Húrra!
SNJÓR!!!
(Sem bráðnaði áður en hann snerti jörðina, og snjókoman varði bara í ca. hálftíma, en samt.)
Nöfn
Svona lítur nafnið mitt út, þegar ég blanda saman skemmtilegustu misskilningunum sem komið hafa:
Konrad/Günas Marcel Hindirksson.
Annars, íslensk nöfn. Í málfræðitíma í dag, sem við öll þrjú frá Íslandi sitjum, var kennarinn að skila yfirförnum verkefnum. Þegar hann kom að annarri íslensku stelpunni, sagði hann, eftir svolitla umhugsun:
,,Ich glaube dass das ist jemand ... von ... [sneri sér að Íslensku stelpunum] uh, Hegrhdis?"
Thursday, November 17, 2005
Snjór
Snjórinn virðist eitthvað ætla að láta bíða eftir sér, núna segir spáin að það eigi að snjóa á fimmtudaginn í næstu viku.
Skrambans svikarar!
Jól
Í dag, á leiðinni heim úr skólanum, sá ég jólaseríu á tré.
Fyrir nokkrum dögum var skraut hengt upp á milli ljósastaura niðrí bæ.
Tröll
Fræðatröll
Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.
Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli - nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá.
Hvaða tröll ert þú?
Ha, hmm? Jamm og já.
Wednesday, November 16, 2005
Hahahahahaha!
Ég fékk tölvupóst í gær, sem hefst svona:
,,Sehr geehrter Herr Hindirksson,"
Haha!
Monday, November 14, 2005
Hamingja, hamingja! Gleði, gleði!
Veðurspáin segir snjór á fimmtudag og föstudag, slydda á laugardag!
Húrra!
Hið fullkomna skriftól
Mikið langar mig í þennan blýant.
https://www.artundgrafik.de/cgi-bin/art?HTML=show/standard_shop.htm&VS_TAB_NAME=W_ZEICH_DESIGN&VS_PARENT_ID=10844439728278&VS_INDEX=1084456551152&VS_PROD_POS=6&ID=0aKCp8xbo5EWnOvs.0.1131978771
Sunday, November 13, 2005
Siggi!
Ef þú berð nafnið Sigfried og er Þjóðverji, þá eru allar líkur á því að þínir nánustu kalli þig Sigga.
Saturday, November 12, 2005
Sóldátar lestaðir
Í gær fór ég til Stóðgerðis (Stuttgart) og lestin var full af hermönnum á leið í helgarfrí. Meiraðseigja her-gellur líka. Það er eitthvað hættulegt við kvenmann sem gegnir kallinu Frau Gefreiter.
Hér sumsé þurfa allir að gegna herþjónustu eða samfélagsþjónustu eitt ár.
Monday, November 07, 2005
Orð
Þegar við tölum um vini okkar í Westrinu segjum við gjarnan
kanar. Hér í Þýskalandi heita þeir (já, femínístar, amríkani er kallkynsorð = kallkyn þegar fornafni er beitt)
Amis. Landið þeirra heitir
Amiland.
Tvípunktur svigi lokast!!!! Þokkalea mar.
Deutschland sucht ein Superstar!
Svo heitir ædólið hér í Germaníu. Jamm og já. Menningin blífur.
Kómískt teutscht sprok.
Um daginn sá ég brot af ,,Kommissar Rex", sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna kannski eftir. Í fyrsta lagi var voða gaman að sjá að ég skil slatta í austurrískunni, en hvað fólkið sagði var aftur enn skemmtilegra. Sjá:
Sie haben im Internet geblättet.
Eða: Þér hafið blaðað í internetinu.
Friday, November 04, 2005
Hvad er málid?
Á thessum midli hef ég ádur minnst á vafasamar myndbirtingar med fréttum af sjálfstaedisflokksvafstri. Nenni ekki ad grafa link upp. Sjáid svo
thessa frétt, dýrdarljómann sem skín af VALHÖLL og frásagnir af thví ad fólk hafi ,,rudst inn," thetta er eins og ad lesa helgisögu í handriti med gylltri mynd. Svei mér thá.
Ég er viss um ad myndin sé fótósjoppud.
Archives
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
June 2007
July 2007
December 2007
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
