Hnyttinn titil hér

Saturday, December 03, 2005

 

Grænfriðungar

Í dag gekk ég í gegnum gamla bæinn í Tübingen. Þar voru grænfriðungar að spila hvalasöng af snældu og safna undirskriftum fyrir einhverjum fjandanum. Ég, eins og allir sannir Íslendingar, hugsaði mér gott til glóðarinnar að útskýra fyrir þessum hippum að mér þætti ekkert betra en hrátt hvalkjöt og að snúa saklaus lömb úr hálsliðnum, og éta þau síðan (helst hrá). Allt í lagi, kannski ekki alveg svona gróft, en ég var búinn að ákveða að ljúga því að mér þætti ekkert betra en hvalkjöt (held hreinlega að ég hafi aldrei smakkað hval). En hvað haldiði! Þeir yrtu ekki á mig, bölvaðir. Líklega vegna þess að ég var í rússkinnsjakkanum mínum, og þeir hafa hugsað að ég væri óforbetranlegur dýranauðgari og trjámorðingi. Þar missti ég af skemmtun þessa dags.

Úthúðið núna ljótum þankagangi mínum í athugasemdakerfinu, en undir nafni þó.
Comments:
Ég tapaði viljanum í gær...
viltu segja mér hvað ég á að kommenta?

Jón Örn
 
Ég get ekki sagt þér hvað þú átt að kommenta, en meiri líkur eru á því að ég geti sagt þér hverju þú ættir að kommenta (já, eða hvað þú ættir að gera athugasemd við...)
 
Þú ert hræðilegur, hræðilegur maður.
 
Þú verður að koma með mér á Þrjá frakka þegar þú kemur heim og smakka hvalsteik. Besti matur í heimi.
 
Já, það væri ég sko til í. Og mynda hryðjuverkið og senda grænfriðungum svo þeir fái martraðir!
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?