Hnyttinn titil hér

Sunday, December 25, 2005

 

Opið bréf til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra.

Kæri Guðni.
Gunnar Marel heiti ég og er Erasmusskiptinemi í Þýskalandi. Ég vildi bara koma því á framfæri að það er glæpur gegn íslenskum bragðlaukum að banna innfluttning á argentísku nautakjöti! Þetta eðla kjöt hef ég snætt hér og það er æði!

Með vinsemd og virðingu,
Gunnar Marel Hinriksson.
Comments:
Hefur þú bragðað það íslenska?
 
Hæstvirtur ráðherra, það gleður mig að þú skulir sjá þér fært að líta við hér.
Já, ég hef bragðað það íslenska, og mikið af því. Það er líka fjári gott, enda er ég ekki að segja það. Þetta argentíska er bara bæði gott og ódýrt.
 
Það er ekki alveg rétt að Guðni hafi verið hér. Heldur var það bara ég.
 
Á ég þá kannski líka að halda að það sé enginn michellane3565 sem les bloggið mitt og vill að ég kynnist lífi skógarvarða?

Guðni var sko víst hér, það stendur þarna.
 
allt í lagi ég er líka michellane3565.
Sérðu ekki tölustafaendinguna hún er sú sama og í símanúmerinu mínu
 
Jebb, mér fannst það ögn grunsamlegt.

En! Hvernig veit ég hvort þú ert í rauninni Gísli, en ekki t.d. að Guðni hafi verið að leika þig? Hver ertu!!!
 
Ha!!? Hver??! Ég?

Leyndó...
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?