Hnyttinn titil hér

Thursday, August 31, 2006

 

Leyniþjóðargreiningaröryggisdeild

Í umræðum undanfarinna daga hefur verðið óljóst hvort þetta séu þrjár óskyldar deildir eða ein sem gengur undir þremur nöfnum:
Greiningardeild
Þjóðaröryggisdeild
Leyniþjónusta
Björn Bjarnason sagði einhversstaðar, í útvarpinu minnir mig, að þetta væri sami hluturinn, þessi frétt Fréttablaðsins (27. ágúst) styrkir það minni mitt: ,,Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu." (http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060827/FRETTIR01/60827021/1092)
Björn skrifar aftur á móti á heimasíðu sinni tveimur dögum síðar, 29. ágúst, þetta: ,,þegar ég ræði um nauðsyn þess að efla löggæslu, ... kynni hugmyndir um þjóðaröryggisdeild eða segjast ætla að beita mér fyrir umræðum um leyniþjónustu." (http://bjorn.is/dagbok/2006/08/#d29)
Þetta lítur út eins og ráðherra dóms- og kirkjumála hafi ekki ákveðið sig hversu margar deildir hann vilji.

Reyndar fékk ég æðislega hugmynd um daginn: Að rétt væri sitja í bíl fyrir framan hús ráðherra í nokkrar klukkustundir og skrifa niður allt sem sést, t.d. klukkan hvað ráðherra yfirgefur húsið, hvað hann borðar, hvað sé í ruslafötunni o.s.frv. Þessa skýrslu mætti svo senda ráðherraembættinu undir fyrirsögninni:

STASI.

Það er nefninlega eitt að sérstök deild lögreglunnar hafi óskilgreinda lagaheimild til njósna og annað að sækja um heimild til hlerana o.s.frv. þegar rannsókn lögreglu gefur tilefni til að sækjast eftir slíku, eins og venjan hefur verið hingað til.
Comments:
Æ commenterar enginn. Er kannski eyniþjóðargreiningaröryggisdeildin búin að loka á þann möguleika á þessari síðu?
 
það vantar þarna eitt ell í langa orðið.
 
Hún stundar amk skemmdarverk á löngum orðum.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?