Hnyttinn titil hér

Friday, September 22, 2006

 

Egósentrismi íslenskra fjölmiðla

Eins og kunnugt er hafa íslenskir fjölmiðlar einstaka ánægju af því að flytja fréttir af sjálfum sér - sk. metafréttir. Samt er eins og ekki sé sama Jón og sr. Jón í þessu efni. Nú er fyrirsáta einhverrar hundómerkilegrar útvarpssjónvarpsstöðvar sagt upp, og allar fréttaveitur fyllast umsvifalaust af tíðindum af stórviðburðinum. En þegar Ómar Ragnarsson varpar hlutleysiskrossinum og ýjar jafnvel að þverpólítísku sérframboði um umhverfismál, kemur það seint og um síðir og í mýflugumynd í fjölmiðlana.
Comments:
Já þetta er furðuleg árátta hjá fjölmiðlum að vilja helst bara fjalla um sjálfa sig. Í þessu samhengi langar mig að benda á eftirfarandi grein eftir Hermann Stefánsson: http://kistan.is/efni.asp?n=4556&f=4&u=75

En heyrðu Gunnar! Styrkurinn sem ég var að segja þér frá um daginn er auglýstur í mogganum í dag (24. september) Tékkaðu á því.

kv,
Ingi
 
Já, takk fyrir ábendinguna. En ég ætla nú ekki að sækja um þennan styrk, það eru of miklar kvaðir sem fylgja því fái maður hann. Þeir krefjast t.d. að maður annaðhvort flytji fyrirlestur eða haldi heilt námskeið (ákvörðunarréttur hvort verður virðist liggja hjá þeim)launalaust og þeir fara fram á 20(!) eintök af ritgerðinni sem þeir gefa sér rétt til að fara með og dreifa að vild. Ég er ekki reiðubúinn að kvitta uppá svona samkomulag.

Auk þess sem tenging ritgerðarinnar minnar við suðurland er ögn hæpin.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?