Hnyttinn titil hér

Wednesday, November 15, 2006

 

Fyndið!

Sjá hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1235186

Merkilegra en framtakið sjálft finnst mér að það þurfi fæðingardag Jónasar til að sinna þessum sjálfsagða hlut. Eins finnst mér framkoma blaðamanns fáránleg, því hann lýkur fréttinni á því að segja: ,,Kvikmyndin Fearless mun t.d. heita Óttalaus!", eins og það sé sérstakur húmor fólginn í þessum þýðingum. Ég næ ekki upp í nef mér fyrir heift.
Comments:
Mikið er ég sammála þér. Hvað varð um Tveir á toppnum og Á tæpasta vaði og Stjörnustríð, með Loga Geimgengli og Hans Óla?
 
Svo eru lélegar þýðingar hálfu verri. Í ,,Fréttablaðinu" í dag las ég t.d. um ,,takmarkaða útgáfu" einhvers bíls. Og hljómar það sem um á einhvern hátt heptan eða snauðan bíl sé að ræða. En af þeim orðum sem höfð voru um hinn takmarkaða [takmarkalausa?] bíl að dæma var hér um fágæta eða sérstaka útgáfu að ræða. Ég hafði sumsé hnotið um einstaklega lélega þýðingu á enska hugtakinu ,,limited edition". Oc þókti þat miðr.

Eini takmarkaði bíllinn hér er framhjóladrifni súbbarúinn minn!
 
Loksins farinn að viðurkenna vanþroska bílsins.
 
Nei, ekki vanþroska, heldur takmörkun. Það er munur þar á!
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?