Hnyttinn titil hér

Thursday, January 11, 2007

 

Vanhæfi?

Mánudaginn 8. janúar sl. var viðureing Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Menntaskólans að Laugarvatni í Gettu betur. Lauk leik með sigri Hafnfirðinga, 15-12, svíki minnið mig ekki. Er nokkuð um þetta að segja annað en að hér hafi betra liðið einfaldlega sigrað?

Það má vel vera, en tvö atriði verður að hafa í huga áður en á það verður fallist. Hið fyrra er að Davíð Þór Jónsson, núverandi spurningahöfundur og dómari Gettu betur, er fyrrum nemandi við Flensborgarskóla.

Síðara atriðið er að Davíð Þór Jónsson hefur mikla fordóma gagnvart Menntaskólanum að Laugarvatni. Þetta upplýsti hann í bakþönkum Fréttablaðsins, 30. apríl árið 2006 (birtist 2. maí s.á. hér: http://deetheejay.blogspot.com/2006/05/fordmar-mnir-gegn-laugvetningum.html).

Hlustendum var ekki gerð grein fyrir fordómum og hugsanlegu vanhæfi dómara áður en keppni hófst. Það eina sem kom fram þessu tengt var að Davíð er gamall nemandi Flensborgarskóla. Því vil ég að þessir skólar keppi á nýjan leik, í það sinn með hlutlausan spurningahöfund og dómara!
Comments:
Heyr, heyr!
Fyrir utan það að okkar menn eiga skilið að vinna. Skilyrðislaust.
 
Ég verð nú að segja að ég er haldinn smá fordómum gagnvart ML, enda útskrifaður stúdent úr F.Su. Þetta er reyndar viðkvæmt umræðuefni á heimili mínu þar sem konan var á Laugarvatni.
 
Þetta eru stór orð - og greinilega réttmæt, svei mér þá. Aukinheldur virtist stigavörðurinn býsna „vængstór“, og viðurkenndi það jafnvel aðspurð...ur!

mælti Heimir með frygðarglotti.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?