Hnyttinn titil hér

Monday, February 05, 2007

 

Óheillavænleg prófílun minnar persónu

Fyrir nokkrum misserum síðan keypti ég bók hjá Amazon í Stóra-Bretlandi. Sú heitir: The Executioner Always Chops Twice: Ghastly Blunders on the Scaffold, í hverri, á gamansaman hátt, er sagt frá mistökum við aftökur, aðallega í Stóra-Bretlandi, en einnig víðar. Ogsvo er sagt frá helstu aðferðum hins opinbera við að taka líf þegna sinna og borgara.

Nú í dag fæ ég gagnavarpsviðtækisbréfpellu (e. E-mail) frá Amazon í Stóra-Bretlandi, hvers efni var: Get "Sadistic Killers: Profiles of Pathological Predators" by Carol Anne Davis for £7.99

Ekki mjög lystaukandi, eða hvað? Hvað halda þessir menn um mig, ef þeir finna sig knúna til að láta mig vita af hverri einustu ógeðsbók sem kemur út, bara vegna vægs aftökublætis míns?

P.s.: Amazon = óþægindasvæði?
Comments:
Sei, sei. Þetta er mikið merkilegur fítus - ég veit ekki hvað það segir um mína persónu þegar Amazon bendir mér á þurr ágripskennd málfræðiyfirlit tungumála; en ég vona að það segi ekki jafnmikið um þína persónu og það gerir um mína!
 
Já Gunnar, þeir eru miklir mannþekkjarar hjá Amazon.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?