Fyrst ég missi af bókamarkaðinum í Perlunni í ár, þá er ekki úr vegi að upplýsa lesendur um nýleg bókakaup, hér í Höfn.
Bókamarkaðinum í Heilagsandahúsinu við Strikið er lokið. Þar fékk ég nokkrar ágætar, þýsk-danska orðabók frá Gyldendal, Biflíu á dönsku (nú á ég þrjár, á dönsku, þýzku og íslenzku ('81), vantar samt Vúlgötuna), Historieskrivningen e. Steenstrup og skemmtilesningu um danska kónga og drottningar e. Palle Lauring (popúlista).
Í skólanum eru reglulega bókamarkaðir frá Museum Tusculanums Forlag. Þar hef ég m.a. fengið Den trykte kulturarv, ritgerðasafn um skylduskil í konunglega bókasafninu og bók um sagnfræði Steenstrups.
Í gær keypti ég líka á útsölu hjá Politiken Om fred, pga. Karl von Clausewitz' Vom Krige eftir Jesper Klein. Það er ágætur áróður.