Hnyttinn titil hér

Monday, March 03, 2008

 

Bœkur

Fyrst ég missi af bókamarkaðinum í Perlunni í ár, þá er ekki úr vegi að upplýsa lesendur um nýleg bókakaup, hér í Höfn.

Bókamarkaðinum í Heilagsandahúsinu við Strikið er lokið. Þar fékk ég nokkrar ágætar, þýsk-danska orðabók frá Gyldendal, Biflíu á dönsku (nú á ég þrjár, á dönsku, þýzku og íslenzku ('81), vantar samt Vúlgötuna), Historieskrivningen e. Steenstrup og skemmtilesningu um danska kónga og drottningar e. Palle Lauring (popúlista).

Í skólanum eru reglulega bókamarkaðir frá Museum Tusculanums Forlag. Þar hef ég m.a. fengið Den trykte kulturarv, ritgerðasafn um skylduskil í konunglega bókasafninu og bók um sagnfræði Steenstrups.

Í gær keypti ég líka á útsölu hjá Politiken Om fred, pga. Karl von Clausewitz' Vom Krige eftir Jesper Klein. Það er ágætur áróður.

Comments:
Til hamingju með þessi kostakaup! Hvað kemur þú annars til með að vera lengi í Danaveldi? Verður þú farinn heim á klakann fyrir sumarið? Ef ekki þá hef ég í hyggju að skreppa eins og einu sinni í helgarreisu yfir eystrasaltið, gæti verið gaman að hittast yfir Carlsberg...
 
Hjer verð jeg indtil júni, trúi jeg.

Ætíð hjartanlega velkommen. Jeg tager altid imod gode gæster.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?