Hnyttinn titil hér

Thursday, March 06, 2008

 

Hjólhestur

Hjer gefur að líta vakran gæðing, hjólhest vorn. Takið t.d. eftir glæsilegu brotinu í afturbrettinu, myndin sýnir því miður ekki gatið í hnakknum eða bágt ástand gírskiptingarinnar (sem er eins og á mótórhjóli, brúmm, brúmm), en þrátt fyrir allt þetta rennur hjólhesturinn eins og fjörugt ungtryppi, sem stekkur fagnandi mót rísandi sólu. Þennan hjólhest keypti ég á lögregluuppboði og lét svo gera við. Samtals reiddi ég ca. 1000 kr. (danskar) af hendi fyrir þettað. Nýir hjólhestar krefjast sýnist mér frá 3.000 krónum og uppúr (nema á tilboði í Kvikly, en það er líka drasl). Svo er Centurion víst líka ágætt merki. Enda danskt.


Comments:
Til hamingju með hjólhestinn.

Þetta lítur út fyrir að vera hinn ágætasti gripur.
 
Er ekki nokkur framsóknarbragur á þessu?
 
Framsóknarbragurinn gerir þetta bara betra. Er það ekki Gísli?
 
Til hamingju með hrossið Gunnar. Mér sýnist þú bara nokkuð vel ríðandi.

Ef til vill lítur hrossið þó full vel út, þ.e.a.s. ef sömu lögmál gilda um hjólhesta í Kaupmannahöfn eins og víða í borgum meginlandsins. Það mun nefnilega vera gott ráð til að forðast þjófnað að temja sér að ferðast um á hæfilega ljótum gripum víða.

-Ingi

P.S.
Ég og bróðir þinn komumst heilir heim og rúmlega það úr Parísar reisunni okkar.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?