Nú fyrir skemmstu lokaði bankinn minn kreditkortinu mínu. Það kom þó ekki að sök, því mér var sent nýtt, um hæl. Enda stóð lokun eldri þjónustu fyrir dyrum.
Nýja kortið, ber nafnið Kortið. Hér er því enn eitt dæmið, um markaðssetningu, sem byggir á stuttu nafni, sem um leið er orð, í daglegu máli (önnur dæmi um heimskun málsins á þessu sviði eru t.d.
Já, Sko, Hmm, Ha, Jamm & Jæja, Sei Sei Jú Mikil Óskup...).
En nóg um það. Þessu fylgir, vitanlega, merki, og nú ber vel í veiði! Bankinn, sem um ræðir, á merki, sem túlka má, sem K eða B, eftir því, sem aðstæður krefjast. Því liggur beinast, við að brúka merkið, sem upphafsstaf orðsins
Kortið.
En! Nú versnar í'ðí lagsmaður. Sjá:

Vill sá, sem ekki las „Fortíð“ út úr þessu, við fyrsta augnlit, gefa sig fram? Og varla eru það góð skilaboð? „Fortíð fyrir ungt fólk“ eins og eitt slagorð þessarar herferðar hljómar, með leshætti þeim, sem hér er á borð borinn.