Hnyttinn titil hér

Wednesday, June 27, 2007

 

Enn af misjöfnum markaðsmálum

Nú fyrir skemmstu lokaði bankinn minn kreditkortinu mínu. Það kom þó ekki að sök, því mér var sent nýtt, um hæl. Enda stóð lokun eldri þjónustu fyrir dyrum.

Nýja kortið, ber nafnið Kortið. Hér er því enn eitt dæmið, um markaðssetningu, sem byggir á stuttu nafni, sem um leið er orð, í daglegu máli (önnur dæmi um heimskun málsins á þessu sviði eru t.d. , Sko, Hmm, Ha, Jamm & Jæja, Sei Sei Jú Mikil Óskup...).

En nóg um það. Þessu fylgir, vitanlega, merki, og nú ber vel í veiði! Bankinn, sem um ræðir, á merki, sem túlka má, sem K eða B, eftir því, sem aðstæður krefjast. Því liggur beinast, við að brúka merkið, sem upphafsstaf orðsins Kortið.

En! Nú versnar í'ðí lagsmaður. Sjá:



Vill sá, sem ekki las „Fortíð“ út úr þessu, við fyrsta augnlit, gefa sig fram? Og varla eru það góð skilaboð? „Fortíð fyrir ungt fólk“ eins og eitt slagorð þessarar herferðar hljómar, með leshætti þeim, sem hér er á borð borinn.
Comments:
Hver röndóttur!

Ég hélt líka að það væri nýleg löggjöf sem kvæði svo á um að mjög almenn orð væru ekki leyfileg í nöfnum á fyrirtækjum og vörum sem þau hafa á boðstólum. Því væri nafnið Síminn til að mynda ólöglegt samkvæmt nýrri löggjöf? Eins Blaðið og annað í þeim dúr. Eða varð þetta ekki að lögum?

Fortíð, KBortið; allt er þetta arfavitlaust, hugsunarlaust og heimskt. Ég er að hugsa um að markaðssetja kortið Eyðslukló. Bankinn minn mun hins vegar heita Nirfill.
 
Fortíð var það. Auðvitað getur maður aldrei fengið fyrstu sýn aftur, en ég held að dökki reiturinn á skýinu í bakmynd hafi eitthvað með þetta að gera.. Ef I-ið sést sem Í þá getur þetta ekki verið neitt annað.

Þetta lógó er líka bara handónýtt. Ef það líkist einhverju þá líkist það B-i. Bortið.

Og jú, Kortið er frekar leim nafn á kort. En er þetta ekki liðið sem skírði unglingaklúbbinn sinn Námuna?
 
Það er örugglega búið að skipta um markaðsstjóra svona fimmtán sinnum síðan það var, var Náman ekki í gangi undir Búnaðarbankanum sáluga? Ef svona unglingaklúbbur yrði settur í gang með formerkjum nútíma markaðssetningar héti hann örugglega Klúbburinn (Flúbburinn, Blúbburinn?).

Það er eins og íslenskir markaðsfræðingar hafi allir lesið sömu bókina, sem gæti heitið: Marketing: Name your product after the product's name!
 
Þetta kemur áreiðanlega til af því að meðalaldur starfsmanna er orðinn svo lágur. Annars eru þetta áreiðanlega oft bara börn; stafsetning og málfar í fjölmiðlum sem og auglýsingum bendir eindregið til þess að þetta lið hafi ekkert lesið nema illa þýdda textana við amerísku sitkvámuraðirnar sínar.
 
Sitkváma! En kostulegt orð. Tilkvámur sem maður situr undir. Ég tæki ofan hatt minn, hefði ég hann á höfðinu, og skildi einhver viðtengingarhátt á þessum víðsjárverðu tímum.
 
Post a Comment

<< Home

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?