Hnyttinn titil hér
Monday, May 30, 2005
Tuð vegna smámuna.
Á mjólkurfernu sem mér áskotnaðist fyrir ekki svo löngu síðan, er orðatiltæki/málsháttur.(1) Hann hljóðar svo: ,,Í mörgu fé er misjafn sauður".(2) Þetta finnst mér kolrangt, og að það ætti að vera: ,,Misjafn sauður í mörgu fé".
Máske er þetta landshlutatengdur munur. Ræðið.
Neðanmáls:
(1) Hver er annars munurinn á þessu tvennu, námkvæmlega?
(2) Mjólkurferna í ruslinu heima hjá mér.
Friday, May 27, 2005
Bylgjukynslóðin
Íslendingar fæddir á árunum ca. 1968 til 1974 búa við andlegt örkuml. Þetta fólk átti sín táningsár þegar útvarpsstöðin byljgan var raunverulega talin ,,kúl". Og ber þess ekki bætur síðan.
Sjáið bara hvaða
listamenn þessi kynslóð er að flytja inn nú í sumar, duranx2 og mækel bolton! Ég ríf hár mitt og krefst lögbanns á bylgjukynslóðina.
Thursday, May 26, 2005
Mýrar
Í kaffitímaumræðum út í vinnu um daginn kom fram skemmtileg kenning (þ.e. ég á ekki (að öllu leyti) eftirfylgjandi kenningu). Hún er í grófum dráttum sú, að jaðrakaninn (Limosa limosa islandica) er í útrýmingarhættu vegna knattspyrnu. Hvernig getur staðið á því? Jú, hversvegna er jaðrakan í útrýmingarhættu? Vegna framræstingar á mýrum. Hversvegna voru mýrar ræstar fram? Svo fólk gæti spilað fótbolta. Hví segi ég þetta? Þegar eldra (les. gamalt) fólk er spurt út í fyrri tíma man það bara eftir hinu sérstæða, þ.e. stofnun ungmennafélaga, leikjum og glensi hvurskonar. Því getur heyskapur ekki verið ástæða framræstingar, heldur knattleikir.
Bara ef svo væri...
Gunnlǫð mér of gaf
gullnum stóli á
drykk ins dýra mjaðar(1)
...þar sem ég mundi ekki einusinni eftir sögninni
að hnjóta.
Tilvísanir:
(1) Einar Ól. Sveinsson:
Íslenzkar bókmenntir í fornöld I. [sine loco annoque], bls. 64.
Monday, May 23, 2005
Hlutlaus fréttafluttningur
Hvaða skilaboð er Ríkisútvarpið að senda með
þessari mynd, sem fylgir
þessari frétt?
Annars er ég mjög hlynntur rekstri ríkisfjölmiðla, bara ekki flokksbundnum.
Skilningsleysi og Myndin
Ég skil ekki hví svo margt fólk sem ég þekki er haldið alveg gríðarlegum fordómum í garð sagnfræði. Kannski liggur hluti af skýringunni í því að sérhæft ,,língó", eins og svo margar fræðigreinar eru svo heppnar að hafa, sem takmarkar leikmennina frá fræðimönnunum, vantar.
Sjá nánar
hér.
Líklega er þetta ástæða póstmódernismans, þ.e. frústrering fræðimanna í garð fordómafullra leikmanna. Því fela þeir sig bak við óskiljanleg hugtök og vona að enginn fatti.
Svo sá ég Myndina í kvöld. Hún er æði.
Friday, May 20, 2005
Af blöðum kvikfjártalsins 1703.
Han
n syalfur seygist eyga eyna kú ad firsta kalfi ef suo skal ad kueda. lykarj skrymsle en
n an
nar [sic]
skiepnu þegar hun þad fæddj
Á bænum Grænhöl í Barðastrandarsýslu.
Thursday, May 19, 2005
Ecce!
Og sjá, Anóný Muus fékk málið!
Tuesday, May 17, 2005
Uppfærsla á forritum og kveðskap.
Ég var að uppfæra
Eldrefinn minn rétt í þessu.
Ég rakst á þessa gömlu vísu í bók(1):
Margt má heyra og margt má sjá,
menn er skynja kynni.
Hef ég eyru og hlýði á
hljóm í veröldinni.
Á interneti væri nær að segja:
Margt má heyra og margt má sjá,
menn er skynja kynni.
Hef ég augu og stumbla á
hjóm í veröldinni.
Verst að þá fer stuðlasetning botnsins út um þúfur. En jæa, það verður ekki á allt kosið.
Tilvísanir:
(1)
Lausavísur frá 1400 til 1900 Sveinbjörn Beinteinsson safnaði. 2. útgáfa. Sine loco 1993, bls. 106.
Monday, May 16, 2005
Ástæður bloggfærslna
Er maður orðinn langt leiddur þegar maður hugsar svo: „Best að detta um(1) nokkrar síður til að finna eitthvað til að blogga um.“?
Tilvísun:
(1)
Stumble upon á anglísku. Sjá nánar á heimasíðu
stumble upon.
Tuesday, May 10, 2005
Spam, spam, spam, spam, spam, spam, spam, wonderfull spam, lovely spam!
„Þegar skoðað var tímabilið 14. - 18. apríl 2005 kom í ljós að alls var reynt að senda um 160.000 skeyti til notenda á HÍneti. ... Alls voru ... stöðvuð um 95.000 skeyti af 160.000, eða rétt rúm 60% af öllum skeytum.“1
Ég var einmitt að velta því fyrir mér um daginn, hversu góður spam-filter væri á Háskólapóstinum.
Heimild:
1. „Vörn gegn amapósti“
Reikningsstofnun Háskóla Íslands. Af netinu, sótt þann 10. maí 2005. Slóð:
http://www.rhi.hi.is/index.php?option=content&task=view&id=130&Itemid=44
Ef einhver var í vafa:
 | You scored as Romanticist. Romanticism encourages society to look backwards to find our solutions. Your rationale is that things were much better a few hundred years ago so we should thus look back to those times and replace them in our modern society. You believe in a simple life and that the complexities of the modern world have turned it upside down.
Romanticist | | 94% | Cultural Creative | | 75% | Fundamentalist | | 63% | Postmodernist | | 56% | Existentialist | | 50% | Idealist | | 50% | Modernist | | 19% | Materialist | | 6% |
What is Your World View? created with QuizFarm.com |
Saturday, May 07, 2005
Mig langar ögn
Greining
Ástæður (e. reasons) fyrir litlum (þ. klein, lat. parvi) viðbrögðum (þ. Reaktion) lesenda (lat. lectores) við síðustu færslu geta einungis verið þrjár (3):
1. Enginn les þetta, ergo: ég er hinsti intelektúallinn.
2. Enginn skilur þetta, ergo: ég er hinsti intelektúallinn.
3. Allir eru sammála mér, ergo: ég er hinsti intelektúallinn.
Wednesday, May 04, 2005
Magnificat anima mea!
Hvað varð um alla intellektúalana?
Eins og maðurinn sagði; lol.
"Sometimes I think war is God's way of teaching us geography."
Þetta fílum við.
Heimildaskrá:
,,Great quotes by comedians."
Netscrap(TM). Af netinu, sótt þann 4. maí 2005. Slóð:
http://netscrap.com/netscrap_detail.cfm?scrap_id=622
Archives
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
June 2007
July 2007
December 2007
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
