Hnyttinn titil hér
Friday, December 30, 2005
Framboð og eptirspurn
Ekki hlakka ég mikið til að versla í ríkinu heima. Í hveitibjórum er úrvalið þetta:
1. Ljós Erdinger (þýs).
2. Dökkur Erdinger (þýs).
3. Hoegaarden (bel).
Og þar með er það upptalið. Enginn Franziskaner, enginn Alpirsbacher, enginn Malteser, enginn Paulaner!
Thursday, December 29, 2005
Gagnrýni
Afhverju kemur öll réttmæt gagnrýni frá umsagnaraðilum sem mark er takandi á alltaf alltof seint fram? Við hvað er fólk eiginlega hrætt? Handboltadómarann?
Sjá
hér
Sunday, December 25, 2005
Opið bréf til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra.
Kæri Guðni.
Gunnar Marel heiti ég og er Erasmusskiptinemi í Þýskalandi. Ég vildi bara koma því á framfæri að það er glæpur gegn íslenskum bragðlaukum að banna innfluttning á argentísku nautakjöti! Þetta eðla kjöt hef ég snætt hér og það er æði!
Með vinsemd og virðingu,
Gunnar Marel Hinriksson.
Thursday, December 22, 2005
Frohe Weihnachten!

Öllum lesendum þessarar síðu óska ég og vinur minn Benni árs og friðar!
Viðburðaríkur dagur
Í gær læstust ég, gamli vitlausi félagsfræiprófessorinn, Sebastiaan belgi og Gerd stjarneðlisfræðingur inn í Uni-Sporthalle. Okkur var síðan bjargað af pirruðum húsverði rúmum hálftíma síar. Hver segir svo að bridds sé ekki spennandi?
Í gær þar sem ég beið eftir strætó um kl. 23:00 sá ég hvar lögreglan var að kontrólíera (þ.e. skoða persónuskilríki) hóp af unglingum. Sem betur fer kom strætó áður en ég var kontrólíeraður, því ég var ekki með vegabréfið á mér. Það er víst skylda í Þýskalandi að vera ávallt persónuskilríkjaður.
Halt! Papieren!
Wednesday, December 21, 2005
Sakleysi
,,En þótt einn jólasveinn sé á flótta þá greindi lögreglan í þýska bænum Tübingen frá því um helgina að tekist hafi að klófesta Sveinka, sem eftirlýstur var fyrir aðild að fjórum bankaránum. Þyrla með innrauðri myndavél var notuð við leitina en Sveinki fannst í skurði við borgina í fullum jólaskrúða með sólgleraugu og leikfangavélbyssu."(1
Ég á enga aðild að þessu!
Heimildir:
1) http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1174640;rss=1
Tuesday, December 13, 2005
Borgir.
Núna hef ég ekki ferðast neitt sérstaklega mikið, en þegar ég kom í fyrsta skipti almennilega til Stuttgarðs, þá brá mér að sjá hversu stór hluti af borginni er neðanjarðar. Það eru heilu hverfin liggur mér við að segja, með fullt af verslunum og hvaðeina undir borginni. Fyrir utan nú samgöngukerfið sem þar er.
Svona er nú heimurinn skrýtinn. Reykjavík er bara með núllið.
Tuesday, December 06, 2005
Bækur
Ekki veit ég hvað Íslendingum er boðið upp á að kaupa kiljaðar Arnaldarbækur á marga péninga, en hér í Tübingen get ég keypt þær (á þýsku) á bilinu 5 - 18 evrur, eftir aldri.
Sunday, December 04, 2005
Jól!
Af því að mér þykir svo gaman að fá jólakort (og pakka), þá ætla ég í egókasti að setja heimilisfangið mitt hér inn (af því að allir sem ég þekki eru svo kurteisir að spyrja ekki um svona hluti...)
Gunnar Marel Hinriksson
Heuberger-Tor-Weg 15, Zi. 503
72076 Tübingen
Baden-Württemberg
Deutschland
Saturday, December 03, 2005
Grænfriðungar
Í dag gekk ég í gegnum gamla bæinn í Tübingen. Þar voru grænfriðungar að spila hvalasöng af snældu og safna undirskriftum fyrir einhverjum fjandanum. Ég, eins og allir sannir Íslendingar, hugsaði mér gott til glóðarinnar að útskýra fyrir þessum hippum að mér þætti ekkert betra en hrátt hvalkjöt og að snúa saklaus lömb úr hálsliðnum, og éta þau síðan (helst hrá). Allt í lagi, kannski ekki alveg svona gróft, en ég var búinn að ákveða að ljúga því að mér þætti ekkert betra en hvalkjöt (held hreinlega að ég hafi aldrei smakkað hval). En hvað haldiði! Þeir yrtu ekki á mig, bölvaðir. Líklega vegna þess að ég var í rússkinnsjakkanum mínum, og þeir hafa hugsað að ég væri óforbetranlegur dýranauðgari og trjámorðingi. Þar missti ég af skemmtun þessa dags.
Úthúðið núna ljótum þankagangi mínum í athugasemdakerfinu, en undir nafni þó.
Frísör
Nú er ég búinn að fara í klippingu í útlandinu.
En: Þjóðverjar (margir hverjir) eru með skemmtilegar klippingar. Ég sá t.d. um daginn mann, c.a. sextugann, gráhærðan og snögghærðan en með vinstramegin í toppnum fjóra ferninga af litum, sem litu ekki ósvipað út og Windows-lógóið. Hann vinnur í bókasafninu
Svo er alltaf gaman að fylgjast með pönkurunum og goþunum, það er einn sem situr sama kúrs og ég sem er krúnurakaður nema hægramegin er vængur af hári, svörtu, en snöggi hlutinn er bleikur.
Archives
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
June 2007
July 2007
December 2007
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
