Hnyttinn titil hér

Monday, March 31, 2008

 

Hvalasaungur

Hefur einhvur spilað upptöku af bauli kýrinnar neðansjáfar?

Friday, March 28, 2008

 

Skilgreining á íróníu

Mig hryggir.

Íslensk réttritun mín kennir mönnum m.a. að þekkja skriftareinkenni hvers tíma, leiðbeinir um réttan framburð og rétta stafsetningu, sér í lagi um bókstafinn Y.1


Sé þessi texti lesinn er ekki annað að sjá en að hann hafi verið skrifaður eftir 1974.
En svo er ekki raunin. Þetta skrifaði Jón Ólafsson antiquarius úr Grunnavík. Reyndar á latínu en þýðingin er nýleg. En dæmið stendur fyrir sínu því það sem prentað er eftir hann annað í sömu bók, og samið er á íslenzku, er svo gjörsneytt öllum einkennum síns tíma að undrum sætir. Til hvurs er þá unnið?

---
1 Jón Ólafsson úr Grunnavík: ,,Inngangsritgerð að fornum fræðum." Vitjun sína vakta ber. Safn greina eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Guðrún Kvaran þýddi. Guðrún Ingólfsdóttir og Svavar Sigmundsson ritstýrðu. Reykjavík, 1999. Bls. 53-65, á bls. 62.

Tuesday, March 18, 2008

 

Hrmpf.

Lesari! Hvað ertu að hanga hér? Það er nýtt á Lesnum.
 

Í dag




Hér sést gengi dönsku krónunnar m.t.t. hinnar íslenzku síðan ég kom til Hafnar (hugmyndinni stal ég af Birni, myndinni af Kaupþingi).
Í dag er það 16,26 gott fólk.

Í dag er ég snauður og á ekki eyri,
ölmusumaður á beiningaferð.
Einasta vonin að himnarnir heyri ---
þó hanga' um mig tötrarnir, eins og þú sérð.
Gef mér aflóa fat
eða fleygðu í mig mat!
Því forðastu' að tylla þér þar sem ég sat.
(Sigurður Sigurðarson)

Monday, March 17, 2008

 

Undarligt

Núna eru rétt um fimm ár síðan við réðumst inn í Írak. Helgina eftir að innrásin hófst sýndi ríkissjónvarpið kvikmyndina Air force one (loftkraftur eitt), sem segir frá hetjudáðum forseta Bandaríkjanna í flugvél sem hefur verið rænt (ó, írónían). Nú í kvöld sýnir danska ríkissjónvarpið, DR1, (og NB hér er Anders ,,Bush" Rasmusen forsætisráðherra) kvikmyndina Farenheit 9/11 (ca. -17,8 á selsíus).

Minntist einhver á sjálfstæði fjölmiðlanna?
 

Fallandi gráður

Allt helzt þetta í hendur. Á sama tíma og krónan fellur í verði, fellur hitastigið hér í Höfn. Sjá meðfylgjandi mynd, sem ég tók inn í húsagarðinn út um eldhúsgluggann minn núna í kvöld.


 

Í mínu nafni

Þeim sem leiðist mega fara í mótmælagöngu um Borgartúnið. Ég ræddi við frænda minn á MSN-i áðan, og á meðan hækkaði danska krónan um 37 aura. Nú er hún nálægt 16 krónum. Þegar ég flutti hingað út var hún í 13.

Í mínu nafni og annarra sem svipað er ástatt um (sjá t.d. http://fjallabaksleidin.blogspot.com/2008/03/mn-ekonmska-angist.html, ég þakka Jóni fyrir ábendinguna) má mótmæla þessu fjárhættuspili með peningana okkar (og hýða gerningsmændene).

Hver græðir? Apakettir sem flytja miljarðana sína til útlanda í stríðum straumum núna.
Hver tapar? Venjulegt fólk sem vill sem minnst hugsa um peninga.

Friday, March 14, 2008

 

Af spurningum sem munu endurskilgreina tilveru okkar

Af hverju er hugtakið miðaldir okkur svona tamt, á meðan hugtakið nýöld er það ekki?

Og afhverju eru miðaldir (ca. 450/800 - ca. 1500) í fleirtölu, en nýöld (ca. 1500 - ca. 1815) ekki?

Thursday, March 13, 2008

 

Af einu og öðru

Jæa, þá er fyrirlesturinn afstaðinn. Þetta gekk bara ljómandi vel, var ágætlega sótt og fólk sýndist mér áhugasamt. Skemmtilegar umræður spunnust að lestri loknum.

Hér rignir.

Ánægjulegt er að sjá að ritstuldur lýðst ekki á Íslandi.

Wednesday, March 12, 2008

 

Pakki til útheimin

Hvað ætli standi á færeyskum pökkum sem sendir eru til útlanda?

Annars, þá er fyrirlesturinn á morgun. Það verður fjör.

Það er enn sumarblíða, ögn hvasst reyndar.

Giøben þýðir handfylli á dönsku, framundir ca. 1700,1 hafi einhver áhuga.

1 Yngsta dæmið sem ég hef séð er í fororðníngu um viðbrögð við pestinni í Kmh. frá 1711. Orðið kemur ekki fram í ODS (sem á að vera yfir dönsku frá 1700 til nudansk) en er í Ordbog over det ældre danske sprog, sem omfattar tímabilið 1300-1700.

Saturday, March 08, 2008

 

Hvati til neyzluæðis

Ætti ég ekki að hefja hamstur á allskyns vörum, áður en krónan fellur enn frekar? Þá þyrfti ég ekki að eyða svo miklu fé seinna í vor, þegar krónan verður komin á ómagaframfærslu. (Þegar ég kom kostaði ein dönsk króna ,,bara" 13 íslenzkar, nú eru það 14.)

Veðurfregn: í dag var fyrsti yfirhafnalausi dagurinn á þessu vori. Beztu kveðjur á klakann.

Thursday, March 06, 2008

 

Hjólhestur

Hjer gefur að líta vakran gæðing, hjólhest vorn. Takið t.d. eftir glæsilegu brotinu í afturbrettinu, myndin sýnir því miður ekki gatið í hnakknum eða bágt ástand gírskiptingarinnar (sem er eins og á mótórhjóli, brúmm, brúmm), en þrátt fyrir allt þetta rennur hjólhesturinn eins og fjörugt ungtryppi, sem stekkur fagnandi mót rísandi sólu. Þennan hjólhest keypti ég á lögregluuppboði og lét svo gera við. Samtals reiddi ég ca. 1000 kr. (danskar) af hendi fyrir þettað. Nýir hjólhestar krefjast sýnist mér frá 3.000 krónum og uppúr (nema á tilboði í Kvikly, en það er líka drasl). Svo er Centurion víst líka ágætt merki. Enda danskt.


Monday, March 03, 2008

 

Bœkur

Fyrst ég missi af bókamarkaðinum í Perlunni í ár, þá er ekki úr vegi að upplýsa lesendur um nýleg bókakaup, hér í Höfn.

Bókamarkaðinum í Heilagsandahúsinu við Strikið er lokið. Þar fékk ég nokkrar ágætar, þýsk-danska orðabók frá Gyldendal, Biflíu á dönsku (nú á ég þrjár, á dönsku, þýzku og íslenzku ('81), vantar samt Vúlgötuna), Historieskrivningen e. Steenstrup og skemmtilesningu um danska kónga og drottningar e. Palle Lauring (popúlista).

Í skólanum eru reglulega bókamarkaðir frá Museum Tusculanums Forlag. Þar hef ég m.a. fengið Den trykte kulturarv, ritgerðasafn um skylduskil í konunglega bókasafninu og bók um sagnfræði Steenstrups.

Í gær keypti ég líka á útsölu hjá Politiken Om fred, pga. Karl von Clausewitz' Vom Krige eftir Jesper Klein. Það er ágætur áróður.

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006   February 2006   March 2006   April 2006   May 2006   June 2006   July 2006   August 2006   September 2006   October 2006   November 2006   December 2006   January 2007   February 2007   March 2007   April 2007   June 2007   July 2007   December 2007   February 2008   March 2008   April 2008   May 2008  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?